Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Page 7

Eimreiðin - 01.01.1915, Page 7
7 til hlítar. Eitt af mestu meinum íslenzku þjóðarmnar er þekkingarleysi á listum, Köggmynda- og mdlverkalist. Ekkert listasafn er til (nema Fornmenjasafnið), og íslendingar þeir, er ytra dvelja, kynna sér fæstir listir menningarþjóðanna. Má það vart vanvirðulaust kallast, einkum þar sem þjóðin á nú fleiri efni- lega listamenn, að ekkert listasafn skuli vera til. Ættu löggjafar þjóðarinnar að íhuga, hvílíkt mentunargildi góð listasöfn hafa, og að því fé, er varið yrði til þess, að reisa safn fyrir íslenzka nú- tíðarlist, væri vel varið. Islenzkt listasafn mundi verða öflugur þáttur í viðhaldi íslenzks þjóðernis. Miðlungsmennirnir verða oft og tíðum undir í baráttu lífs og lista. Mikilmenni í heimi lista og vísinda stefna fleyi sínu beint gegnum öldugang og ósjói ofsókna og misskilnings og ná höfn — eða sigla í dauðann. Einar Jónsson hefir nú í nær 20 ár verið á slíkri siglingu. Hann er kominn í höfn, hefir skapað sér sjálfstæðar listaskoðanir og lífsskoðanir. Kemur nú til kasta ís- lenzku þjóðarinnar, er listaverk hans, sem hann hefir gefið þjóð- inni, ber að landi, hvort hún kann að meta þessa höfðinglyndu gjöf og varðveita listaverk þau, er án efa verða meðal fegurstu gimsteina í menningarkórónu landsins, á þann hátt, er sé þjóðinni til sóma. ALEXANDER JÓHANNESSON. Assverus. (Þjóðsagan um Gyðinginn gangandi.) Það er ekki ósatt æfintýrið um mig, tveggja þúsund ára gamla: Eg gat ekki Kristi unt með krossinn kofaþilið mitt sig við að styðja. Eg er sá, sem hrindir þeim, sem hníga, honum líka. — Pað var ei sá fyrsti.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.