Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Page 52

Eimreiðin - 01.01.1915, Page 52
52 hans og myndugieika yfir fundinum. Hann var nú orðinn þéttur og feitlaginn gamall maður, með grátt hár og skegg — silfur-hár og spámanns-skegg, eins og komist hafði verið að orði í kvæð- inu, sem honum hafði verið flutt á silfurbrúðkaupsdegi sínum fyr- ir skömmu, um leið og honum hafði verið afhentur göngustafur- inn fagri. Hvorttveggja, kvæðið og göngustafurinn, hafði verið pantað sunnan úr Reykjavík — sitt úr hvorri verksmiðjunni. Pað, sem honum og Höllu hafði farið á milli fyrir tuttugu og fimm árum, hafði aldrei orðið almenningi að umtalsefni. En tvisvar síðan hafði legið við, að hann misti prestinn. Nú, við er- um allir breyskir, og þar að auki er svo mörgu logið. Að minsta kosti hafði hann »hreinsað sig af því«, kempan, og ekki mist prestinn. Einhver þvættingur hafði einu sinni gosið upp um það, að hann hefði féflett heilt kaupfélag og sett það á höfuðið. fað sáu nú víst allir, hvaða vit hefði verið í því, því að rétt á eftir fékk hann riddarakrossinn. Og nú sat hann þarna, breiður og blíður, eins og hann segði í hljóði við allan heiminn: Eg fyrirgef þér. Ennið var ljósrautt og gljáandi og höfðinglegt, kinnarnar þykkar og augun undur mild. Pað var svo sem engin fjarstæða, að hugsa sér, að hann yrði bráðum biskup, að minsta kosti vígslubiskup. Út frá honum til beggja handa sátu hinir prestarnir, góðleg- ir og glaðlegir og ánægðir, eins og höfðingi þeirra. Par voru tveir eða þrír nafnkendir Ólafar, álíka margir Jónar, o. s. frv. Þeir voru tólf, og forsætisprófasturinn sá þrettándi. Peir voru allir valinkunn- ir sæmdarmenn, að minsta kosti höfðu þeir allir, hver um sig, ver- ið kallaðir það í flokksblöðum sínum, og andstæðingablöðin höfðu aldrei treyst sér til að mannskemma þá — í mesta lagi komið með dylgjur um einhver æskubrek, sem þeir voru nú auðvitað vaxnir frá fyrir löngu. Þeir báru það utan á sér. Auðvitað voru þeir eng- ir syndlausir englar, fremur en aðrar manneskjur. Og englar í prests- hempum voru nú víst orðnir sjaldgæfir — hafi þeir þá nokkurn tíma verið til. Einn af þeim var ekki prestur lengur. Hann var orðinn kaup- félagsstjóri. Það var honum betur að skapi — og gaf meira af sér. Annar var ritstjóri og rithöfundur við hlið prestskaparins, og lagði mjúkar hendur með prestlegri hógværð á alt það í bókum ungra rithöfunda, sem ekki var eftir hans kokkabók, eða honum fanst sem kynni að skyggja á skáldskaparfrægð sína, eða að minsta

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.