Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 5

Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 5
EIMREIÐIN] FORFEÐUR MANNKYNSINS 133 bú lægstu kynþátta mannkynsins er 11 —1200 cm3, en á kynþætti manna með álíka löngum lærlegg og tegundin frá Java rúmar heilabúið um 1400 cm. Heilabú Evrópu- manna er að jafnaði 15—1600 cm3 (vegur heilinn um 740 af líkamsþyngdinni), en á stöku mönnum er heilinn 1800 —2000 cm3. Niðurstaða vísindamannanna hefir helst orðið sú, að tegund þessa frá Java beri hvorki að telja til manna eða apa; hefir hún því verið talin til sérstaks kyns eða ættar og nefnd Pithecanthropus erectus (o: hinn upprétti apa- maður), er skyldi tákna millistöðu hans milli manna og apa. Meðfylgjandi mynd (1) sjmir, hvernig menn ætla að höfuðbein apamannsins hafi litið út. Hyggja menn, að ásýnd hans hafi verið nellaus eins og apanna, ennið mjög lágt, munnbeinin og tanngarðurinn framskotinn, og hakan lítil sem engin. En auðvitað er þetta að miklu leyti hug- arsmiði, þar eð ekkert er við að styðjast nema höfuð- kúpan og jaxlarnir. En hvað sem þessum getgátum líður, þá sýna þessar litlu leifar, sem fundist hafa af apamanninum, að honum hefir svipað bæði til manna og hinna æðri apa. Með réttu má því telja, að hann sé einn af hinum vantandi liðum, sem Darwin var krafinn um til sönnunar kenn- ingu sinni um skyldleika manna og apa. Kjálkarnir frá Mauer. í fornum jarðlögum bjá Mauer-þorpi skamt frá Heidel- berg á Þýzkalandi hafa fundist kjálkar af manni, sem menn ætla að séu hinar elztu leifar manna, er fundist hafa hér í álfu. Kjálkalagið sýnir, að maður þessi hefir verið hökulaus og einnig að öðru leyti eru kjálkar þessir mjög svipaðir apakjálkum. En tennurnar eru af sömu gerð og mannatennur og nálega eins litlar og í nútíma- mönnum. Þar eð eigi hafa fundist aðrar leifar af þjóð þessari, er eigi auðið að rekja skyldleikann til annara kynkvísla manna, eða gera sér glögga grein fyrir útliti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.