Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 5
EIMREIÐIN]
FORFEÐUR MANNKYNSINS
133
bú lægstu kynþátta mannkynsins er 11 —1200 cm3, en á
kynþætti manna með álíka löngum lærlegg og tegundin
frá Java rúmar heilabúið um 1400 cm. Heilabú Evrópu-
manna er að jafnaði 15—1600 cm3 (vegur heilinn um 740
af líkamsþyngdinni), en á stöku mönnum er heilinn 1800
—2000 cm3.
Niðurstaða vísindamannanna hefir helst orðið sú, að
tegund þessa frá Java beri hvorki að telja til manna eða
apa; hefir hún því verið talin til sérstaks kyns eða ættar
og nefnd Pithecanthropus erectus (o: hinn upprétti apa-
maður), er skyldi tákna millistöðu hans milli manna og
apa.
Meðfylgjandi mynd (1) sjmir, hvernig menn ætla að
höfuðbein apamannsins hafi litið út. Hyggja menn, að
ásýnd hans hafi verið nellaus eins og apanna, ennið mjög
lágt, munnbeinin og tanngarðurinn framskotinn, og hakan
lítil sem engin. En auðvitað er þetta að miklu leyti hug-
arsmiði, þar eð ekkert er við að styðjast nema höfuð-
kúpan og jaxlarnir.
En hvað sem þessum getgátum líður, þá sýna þessar
litlu leifar, sem fundist hafa af apamanninum, að honum
hefir svipað bæði til manna og hinna æðri apa. Með
réttu má því telja, að hann sé einn af hinum vantandi
liðum, sem Darwin var krafinn um til sönnunar kenn-
ingu sinni um skyldleika manna og apa.
Kjálkarnir frá Mauer.
í fornum jarðlögum bjá Mauer-þorpi skamt frá Heidel-
berg á Þýzkalandi hafa fundist kjálkar af manni, sem
menn ætla að séu hinar elztu leifar manna, er fundist
hafa hér í álfu. Kjálkalagið sýnir, að maður þessi hefir
verið hökulaus og einnig að öðru leyti eru kjálkar þessir
mjög svipaðir apakjálkum. En tennurnar eru af sömu
gerð og mannatennur og nálega eins litlar og í nútíma-
mönnum. Þar eð eigi hafa fundist aðrar leifar af þjóð
þessari, er eigi auðið að rekja skyldleikann til annara
kynkvísla manna, eða gera sér glögga grein fyrir útliti