Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 21

Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 21
EIMREIÐINI HNÍFAKAUP 149 »Hvað segirðu?« »Óséð — vissi það ekki«. »Vissir hvað ekki?« »Nú — vissi ekki, hvernig hníf eg mundi fá — hélt eg fengi fallega hnífinn hans Leifa í Holti«. Tárin voru farin að leita augnanna. Hvað eg skamm- aðist min sárt! »Svo þú lést Leifa í Holti fá hnífinn þinn fyrir þetta — þetta verkfæri. — — Hann ætlar að líkjast kyninu, pilt- urinn«. »Já, mamma — en eg lét — gerði það óséð«. En mér fanst þetta ekki réttlæta mig stórt. Þá mintist eg þess, hvernig Leifi hafði leikið á hina drengina, sagði mömmu frá því og bætti því við, að eg gæti máske haft hnífakaup á honum aftur. Eftir það fanst mér eg standa betur að vígi en áður, en það stóð ekki lengi. »Vilt þú pretta aðra eins og Leifi prettaði þig og hina drengina«, spurði mamma fastmælt. »Ne—ei — en — mamma?« »Jæja, þú hefir þá ekki hnífakaup. Þú hefir breytt eins og heimskingi, drengur minn. — Finst þér það ekki nóg, þó þú verðir ekki svikari líka?« Eg sá að það var loku skotið fyrir að eg gæti haft kaup á honum aftur, hnífgarminum. Þá var hann mér ónýtur. Eg þagði fyrst, en sagði svo í hálfum bljóðum: »Hinir drengirnir eru eins miklir heimskingjar og eg«. »í>ú ert ekki bættari með því. Og munurinn er sá, að þeir eru efnaðri en þú og geta bráðlega náð sér aftur í hníf. En hvenær heldurðu að þú eignist annan eins hníf og þann, sem þú lést Leifa í Holti ginna út úr þér?« »Næsta vor fyrir upptíninginn minn«. »Varstu ekki búinn að tala um að kaupa þér hatt næsta vor?« Jú, það var alveg satt. Nú vissi eg ekki hverju svara skvldi. Eg hefði helst viljað þegja, en systkini mín voru komin þarna í kringum mig frá matnum, og gláptu á mig og hnífinn til skiftis. Mér fanst óþolandi að láta lítil- lækka sig frammi fyrir þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.