Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Page 47

Eimreiðin - 01.05.1920, Page 47
EIMREIÐIN] 175 Til Ólafs Davíðssonar (d. 6. sept. 1903).') [Fessi fagurlega kveðnu erindi sendi skáldið móður Olafs lieitins -cftir fráfall lians. Vísum safna vildir þú, — verða sumar smáar; — sendi eg loks í safnið nú seint og illa fáar. En í sagna safnið þitt sendi eg enga línu; enga sögu hefi eg hitt hæfa safni þínu. Nóg að sinni sýnist mér safn af fræða letri; saga komin í það er öllum hinum betri. Þótt menn öll þín sagnasöfn sér til hlítar kynni, engin saga er þar jöfn æfisögu þinni. Sýnist mér, að mjög svo þar margra grasa kenni; ungt og gamalt aldafar eru tengd í henni. Ljós og skugga leit eg þar, lífið þannig gengur; söguhetjan söm þó var: sífelt gæðadrengur. skömmu Ritstj. 1 1; Ólafur var systursonur skáldsins.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.