Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 27

Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 27
EIMREIÐIN) í BISKAYAFLÓA 155 hann hafí skilið fallega við skipið innan um þennan ó- fögnuð. Ófeigur segist ekkert sjá. Skipstjóri segist sjá fleytu eða eitthvað út við sjóndeildarhring og fara þeir nú báðir að horfa i sjónauka og var að sjá sem litinn vélbát út við sjóndeildarhring. Skipstjóri gengur ofan til að taka saman skipsskjöl og fleira, en Ófeigur gefur bátnum gætur og hverfur hann með öllu, þegar skipstjóri er nýgenginn frá honum. Eftir góða stund kemur þetta i ljós öðru sinni og er þá miklu nær. Er nú ekki um að villast, að þetta er kafbátur. Var norski fáninn þá þegar dreginn við hún. Skipið hafði legið kyrt meðan þessu fór fram. En þegar kafbáturinn kom í ljós öðru sinni, skaut hann þegar kúlu yfir stjórnpall skipsins. Fór hún svo nærri, að Ófeigur fann glögt þytinn og sá, hvar hún féll í sjóinn hinu megin við skipið. í sama vetfangi kom skipstjóri hlaup- andi upp á stjórnpall. Kafbáturinn hafði uppi gunnfána Pýskalands og af öðrum merkjum sáu þeir, að hann krafðist skipsskjal- anna. Skipstjóri gekk þá í bát sinn með skipsskjöl og alla menn sina, sem vöku höfðu með honum, og reri lil kafbátsins. Var hann þar góða stund, en Ófeigur stóð á stjórnpalli á meðan og hafði gát á öllu, ef merki yrði gefin og beiddi skipsmenn þá, sem eftir voru, að taka alt til handargagns á meðan og safna brýnustu nauð- synjum í báða bátana. Þrjár vatnsfötur voru látnar í hvorn bát, og öll finnanleg matvæli, en þá var mjög farið að ganga á þau. t*á var og safnað saman ýmislegu smá- vegis, svo sem seglgarni, nálum, köðlum, eldspýtum og fleira. Nú kemur skipstjóri róandi og sjá þeir, að orðið er tveimur fleira en áður í bátnum. Voru það foringjar af kafbátnum og höfðu meðferðis tvær sprengjur. Festu þeir aðra utanborðs á »Solbakken« við stórlestina, en hina niðri í vélarúmi. Þeir skipuðu skipsmönnum að vera albúnum innan 10 mínútna og var því tafarlaust hlýtt. Skipshöfnin gekk þá í bátana og urðu 13 með skip-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.