Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 41

Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 41
EIMREIÐIN] GJÁBAKKAHELLIR 169 liellanna hafa raunar verið notaðir af mönnum og finn- ast garðar og ýmsar hleðslur eftir menn í þeim. Sumir móbergshellarnir eru manngerðir að nokkru leyti að eins og yrði tvískiftingin því stundum ófullnægjandi; mætti hafa flokkana þrjá. Sumslaðar ganga sagnir um hella; þær eru margs kon- ar, en algengastar eru sagnirnar um undarlega lengd sumra hella. Sú sögn gekk um Surtshelli, hinn þjóðkunn- asta helli á landi hér að fornu og nýju, að maður nokk- ur, sem forðaði sér undan fjandmönnum sínum inn í hann, hafi loks komið upp aftur norður á Langanesi og með gullsand úr hellinum í skóm sínum. — Atriðið um gullsandinn kemur fvrir í fleiri slíkum hellisgöngusögum. Um suma manngerðu hellana eru og þess háttar kynja- sögur, t. d. um heyhellinn mikla að Hellum á Landi, eða öllu fremur um gang einn, mjóan og langan, sem liggur inn úr honum og nú er hruninn saman inst. Sú sögn og fleiri um Surtshelli er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar <1. b., bls. 665—66). Lengstir og að öllu leyti mestir og merkilegastir allra hraunhella hér á landi eru, svo kunnugt sé, þeir þrír: Surtshellir og Víðgelmir, sem báðir eru í Hallmundar- hrauni, og Raufarhólshellir, sem er í Eldborgarhrauni fyrir norðan og ofan Vindheima í Ölfusi. Um Surtshelli hefir allmikið verið ritað og hann rannsakaður talsvert. Víðgelmir var fyrst rannsakaður löngu síðar en Surts- faellir. Um þá báða er grein í Skírni 1910, bls. 330—51. Sumarið 1909 var Raufarhólshellir fyrst rannsakaður og mældur. Gerðu það nokkrir ungir menn úr Reykjavík og birtist þá stutt skýrsla í »ísafold« (XXXVI. 46) um för þeirra. Sumarið 1912 skoðaði eg hellinn og fór hann all- an inn að botni.1) Hann er örðugur umferðar allur, sakir stórgrj'tis á gólfinu, en margt ber þar einkennilegt og fag- urt fyrir augun. Gegnir furðu hve fáir hafa gengið í hann, svo skamt sem hann er frá Reykjavík, en fyrir því minni skemdum hefir hann orðið af mannavöldum að innan. X) Sbr. Vísi 3. 335 (3. júli 1912).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.