Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 41
EIMREIÐIN]
GJÁBAKKAHELLIR
169
liellanna hafa raunar verið notaðir af mönnum og finn-
ast garðar og ýmsar hleðslur eftir menn í þeim. Sumir
móbergshellarnir eru manngerðir að nokkru leyti að eins
og yrði tvískiftingin því stundum ófullnægjandi; mætti
hafa flokkana þrjá.
Sumslaðar ganga sagnir um hella; þær eru margs kon-
ar, en algengastar eru sagnirnar um undarlega lengd
sumra hella. Sú sögn gekk um Surtshelli, hinn þjóðkunn-
asta helli á landi hér að fornu og nýju, að maður nokk-
ur, sem forðaði sér undan fjandmönnum sínum inn í
hann, hafi loks komið upp aftur norður á Langanesi og
með gullsand úr hellinum í skóm sínum. — Atriðið um
gullsandinn kemur fvrir í fleiri slíkum hellisgöngusögum.
Um suma manngerðu hellana eru og þess háttar kynja-
sögur, t. d. um heyhellinn mikla að Hellum á Landi, eða
öllu fremur um gang einn, mjóan og langan, sem liggur
inn úr honum og nú er hruninn saman inst. Sú sögn
og fleiri um Surtshelli er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar
<1. b., bls. 665—66).
Lengstir og að öllu leyti mestir og merkilegastir allra
hraunhella hér á landi eru, svo kunnugt sé, þeir þrír:
Surtshellir og Víðgelmir, sem báðir eru í Hallmundar-
hrauni, og Raufarhólshellir, sem er í Eldborgarhrauni
fyrir norðan og ofan Vindheima í Ölfusi. Um Surtshelli
hefir allmikið verið ritað og hann rannsakaður talsvert.
Víðgelmir var fyrst rannsakaður löngu síðar en Surts-
faellir. Um þá báða er grein í Skírni 1910, bls. 330—51.
Sumarið 1909 var Raufarhólshellir fyrst rannsakaður og
mældur. Gerðu það nokkrir ungir menn úr Reykjavík og
birtist þá stutt skýrsla í »ísafold« (XXXVI. 46) um för
þeirra. Sumarið 1912 skoðaði eg hellinn og fór hann all-
an inn að botni.1) Hann er örðugur umferðar allur, sakir
stórgrj'tis á gólfinu, en margt ber þar einkennilegt og fag-
urt fyrir augun. Gegnir furðu hve fáir hafa gengið í hann,
svo skamt sem hann er frá Reykjavík, en fyrir því minni
skemdum hefir hann orðið af mannavöldum að innan.
X) Sbr. Vísi 3. 335 (3. júli 1912).