Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 13

Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 13
EIMREIÐIN) FORFEÐUR MANNKYNSINS 141 Aðrir hyggja, að þeir hafi blandast saman við Aurignac- þjóðflokkinn og að listfengi Frakklendinga á vorum dög- nm kunni að vera arfur frá listamönnum hinna fornu hreinaveiðara. Grimaldi-þjóðflokkurinn. I helli einum í frakknesku borginni Mentone (frb. Mang- tong) við Miðjarðarhaf, fundust árið 1902 tvær beina- grindur, af gamalli konu og dreng, sem hafa verið ólík núlifandi Evrópumönnum, og fjarskyld hinum gömlu kynþáttum, sem hér hafa verið taldir. Bein þessi eru því taldar leifar eftir sérstakan þjóðflokk, er tekið hefir sér bólfestu í suðurhluta álfunnar á jökultímanum. Var hon- um nafn gefið eftir ættarnafni furstans í Monaco (Gri- maldi), er lagt hafði fram fé til rannsókna á hellinum. Bein þessi benda á skyldleika við negrann. Höfuðkúpan var í stærra lagi og ennið hvelft; breiðleitir voru menn þessir og mjög stuttleitir, flatnefjaðir og mjög frammyntir. Þessar tvær beinagrindur eru einu líkamsleifarnar, er fundist hafa af slíkum mönnum. Aftur á móti hafa fund- ist bæði í Frakklandi, Belgíu og Austurríki smálíkneskjur og myndir gerðar í stein, er menn ætla að gerðar séu af iistamönnum þessa þjóðflokks. Flest eru þetta kvenmanna- myndir, og kemur vaxtarlagið vel heim við vaxtarlag beinagrindanna, sem fundust í Mentone. Sumar eru myndir þessar furðuvel gerðar og sýna greinilega líkamsvöxtinn. Eftir myndunum að dæma hafa konur þessarar þjóðar verið hrokkinhærðar, framsettar, brjóstin stór og löfðu niður á kviðinn og á lendunum hafa verið bústnir spik- klumpar. Þessi einkenni og vöxturinn yfirleitt benda á náinn skyldleika milli þessara fornmanna og svonefndra Búskmanna og Hottintotta, er búa í Afríku. Líklega hafa Grimaldi-mennirnir komið til Evrópu frá Afríku, enda voru frumbyggjar Afríku af Búskmannakyni. Minjarnar eftir Grimaldi-mennina hafa fundist innan um dýraleifar frá síðari hluta jökultímans. Enginn veit, hver orðið hafa örlög þessa þjóðflokks í Evrópu að síð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.