Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 40
168
1 BISKAYAFLÓA
IEIMREIÐIN
til Hafnar sama morgun, sem »Sterling« átti að fara, en
skipið var þá enn ókomið frá Svíþjóð, en kom hálfum
mánuði síðar, og þar tók hann sér fari til íslands og
kom hingað um mitt sumar 1917. Síðar réðst hann 2.
stýrimaður á »Borg« og var í förum um Norðursjó með-
an siglingar voru þar sem hættulegastar, en hlektist þó
ekki á í þeim ferðum. Þegar þetta er ritað, er hann orð-
inn skipstjóri á vélskipinu »Harry«.
Reykjavík, apríl, 1920.
Gjábakkahellir.
Hér á landi eru, svo sem
menn vita og eðlilegt er í slíku
hraunalandi, margir hellar. Þeir
eru þó ekki allir hraunhellar
og mætti skifta hellum hér í
tvo ílokka, hraunhella og mó-
bergshella. Hinir fyrri hafa orðið
til er hraunin mynduðust, hinir
síðari myndast af sjó (brimi)
eða við vatnsföll, og enn margir
þeirra af mannahöndum. Eru
hinir siðastnefndu einkum i
Árnessýslu og Rangárvallasýslu,
notaðir fyrrum og flestir enn
til að geyma í fé og hey á
vetrum. Þeir eru mjög merkir fyrir menningarsögu vora
og Iifnaðarháttu, en ekki skal rætt frekar um þá í þessu
greinarkorni. Mætti einnig flokka alla hella hér í tvo
flokka eftir því, hvorir eru manngerðir og hvorir ekki;
einnig má hafa þá tvískiftingu á móbergshellunum einum,
því að hraunhellarnir eru engir manngerðir. Margir hraun-
Matthias Pórðarson.