Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 30

Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 30
158 t BISKAYAFLÓA [EIMREIÐIN en engin olíuklæði, og enginn þeirra félaga, nema Finn- lendingur einn; hann var þeirra best búinn. Vindur gekk heldur norður í um nóttina og var siglt án afláts og stóðu menn í sífeldum austri. Rifnaði þá seglið upp að rifi. Um morguninn böfðu sjö skipverja gefið sig með öllu. Varð engu tauti við þá komið; skip- uðust þeir ekki við fortölur, hvorki blíðmæli né ógnar- orð. Feir höfðu lagst niður, sumir fram í barka, en aðrir hingað og þangað um bátinn. Vindstaða var svipuð um daginn, en nokkuð mishvast, stundum bálhvast og sjór mikill og gekk á hryðjum. Rifnaði þá álnarbreið lengja aftan af segljaðrinum og varð ekki við gert. Áttaviti hafði brotnað um nóttina; einhver felt hann niður og varð hann ónýtur. Sjókort höfðu þeir af flóanum, en það var orðið sjóblautt um morguninn og tættist alt í sundur í höndum stýrimanns, en þó gat hann nokkuð áttað sig á því áður. Nokkrir skips- manna höfðu úr, og bað Ófeigur þá að láta þau ganga. Ekki voru þeir félagar vel búnir að vistum, því að farið var að ganga á þær, þegar skipinu var sökt, sem fyrr segir. Þeir höfðu nokkuð af höiðu brauði, niður- soðinni síld og kjöti, niðursoðna mjólk, 6 eða 7 flöskur af Spánarvíni og vatn í kagga. Gripu þeir í þetta öðru hverju og reyndu að treina sér sem best. Á öðrum sólarhring um hádegi sá til sólar í svip; var þó kalt og skulfu þeir af kulda; voru og blautir, því að sjór var í mjóalegg og hné i bátnum. Gekk nú heldur seint, því að þeir voru seglvana, og var þeim það stór- mikill bagi, en ekki varð róið til gagns, enda veitti ekki af mönnum til austurs. Rá tóku sumir skipverjar að gerast vondaufir og efast um, að þeir næði landi, og spurðu, hvert stefndi. Höfðu þeir oft orð á því, að nú mundi skipstjóri kominn til lands og mundi hann segja þá dauða og þær fregnir berast vinum og ættingjum. Ófeigur sagði þeim, að hann stefndi suður með Frakklandi og mundi ná landi, ef vindstaða breyttist, en taka land í flóabotni að öðrum kosti. En þeir sögðu jafnan, að hann stefndi til hafs og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.