Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 37

Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 37
EIMREIÐIN'I í BISKAYAFLÓA 165 Ræðismaður Norðmanna kom von bráðara og með honum enskur skipstjóri, sem þeir gátu talað við. Sagði hann þeim, að þeir væri komnir til borgarinnar Gijon1) á Spáni. Nú bar brátt að marga menn og var báturinn borinn upp og mennirnir, sem í honum Iágu. En ræðismaður fór með þá, sem rólfærir voru, inn í veitingahúsið, sem fyrr var nefnt, og gaf þeim lítið vín og lítið staup af koníaki á eftir. Spurði hann, hvort þeir tre}Tstist til að ganga til sjúkrahúss, sem var skamt þaðan, og játtu þeir því. Voru þeir leiddir þar í stóran sal og voru þá hendur þeirra stokkbólgnar og fæturnir afskaplega þrútnir og dofnir, og á Ófeigi lagaði dautt blóð undan hverri nögl. Læknir kom á svipstundu og margar hjúkrunarkonur og hjálparmenn voru þar fyrir. Ristu þeir fötin af þeim félögum með hnífum, því að svo voru þeir bólgnir, að «kkert viðlit var að draga af þeim vosklæðin öðruvísi. Þeim var gefið sjóðandi kaffi og koníak og lagðir í góð rúm. í sömu svifum voru hinir félagar þeirra bornir inn. t’eim voru gerð sömu skil og dreypt á þá víni. Allir voru þeir í einum sal og var þar fleira sjúklinga. Féllu þeir í fasta svefn og vaknaði Ófeigur um hádegi; var þá mjög máttfarinn, en leið ágætlega vel. Ekki fann hann til hungurs. Kannaðist hann ekki við sig og fór að litast um. Var þar húsfyllir af fólki. Hann fann ekki til fótanna og voru þeir sem dauðir. En alt í einu man hann alt, sem við hefir borið um kvöldið og nóttina. Honum verður þá litið í næsta rúm og spyr, hver þar sé. Það var limburmaðurinn og lá hann vakandi. Kallaði nú hver til annars og voru allir vaknaðir og leið eftir vonum. Þarna lágu þeir skemst tvo mánuði, en sumir nokkru lengur. Þó komust þeir allir til fullrar heilsu og fengu ekki örkuml. Það er að segja af veru þeirra félaga á sjúkrahúsinu, 1) Bær á miðri norðurströnd Spánar, íb. h. u. b. 50 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.