Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Side 57

Eimreiðin - 01.05.1920, Side 57
EIMREIÐIN] BRJÓSTMYND AF JÓNI EIRÍKSSYNI 185 Það virðist nú ekki öldungis ástæðulaust að geta sér til, hvað tilefnið hafi verið til þess að Ólafur kyntist Bertel einmitt þetta sama ár, sem hann gerði uppdrátt sinn af minnismerkinu yfir Jón Eiríksson með mynd hans á. Ólafur varð kennari við námuskólann í Kongs- bergi 1784. Þá var Bertel óþektur unglingur og þá hefir hann ekki getað verið búinn að gera líkneski sitt af Jóni. Tíu árum síðar, sumarið 1794, hefir Ólafur komið til Hafnar, gert minnismerkis-mynd sína og þá fyrst kynn- ist hann Bertel Thorvaldsen, sem þá var orðinn alkunnur meðal allra listamanna í borginni; og tilefnið má ætla að einmitt hafi verið meðal annars þessi mynd af Jóni Eiríkssyni og eftirmynd Ólafs eftir henni. — Þetta sama sumar (4. júlí) varð Ólafur prófessor að nafnbót. Við nákvæma eftirgrenslan í biéfa- og teikningasafni Thorvaldsens kynni, ef til vill, að finnast eitthvað um þetta listaverk hans frá æskuárunum, en hingað til mun ekki annað hafa verið almenningi kunnugt um það en það, sem stendur í ævisögu Jóns Eirikssonar. Að fá lista- verk þetta sjálft, þótt ekki sé það heilt, var mikilsvert og ánægjulegt, og það með tilliti til beggja vorra ágætu landsmanna, sem hér eiga hlut að máli, stórmennisins og göfugmennisins Jóns Eiríkssonar og hins heimsfræga lista- manns, sem vér eigum hér sjálfir svo sárfátt til minja um, og sem vér naumast höfum látið oss skiljast, að vér gætum og ættum að telja vorn, þótt það þráfaldlega hafi verið gert og sé enn gert meðal erlendra manna. í apríl 1920. Matthias Þórðarson. 1. mynd (koparstungumyndin), svo og allar aðrar myndir i þessu liefli, eru gerðar á prentmyndastofu Ólafs J. Hvanndals. Inn i greinina um íiolsjevismann i seinasta hefti Eimreiðarinnar liafa slæðst nokkrar prentvillur og eru þessar lakastar: Bls. 32, línu 18: hinir venjulegu les hinir eiginlegu; bls. 36, linu 11: Frálivarf þingsins les Fgrir fráhvarf þings- ins.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.