Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 61
EIMREIÐIN'J RITSJÁ 189
LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS 1818—1918. Minningarrit; 312
l»ls. 4to.
Vegna ýmissa örðugleika kemur rit þetta út alllöngu á eftir
timanura, en þaö er þá lika stór-myndarlegt í alla staði þegar
það loks hleyþur af stokkum, eins og sæmir þeirri stofnun, er
það fjallar um. Jón landsbókavörður Jacobson heflr samið það;
segir hann í eftirmála þess, að sér verði einum að kenna um
galla þess, en eg vil þá segja, að hann einn eigi heiðurinn fyrir
•vel unnið verk.
Minningarrit þetta er i sama broti og sviþað að frágangi og
minningarrit Bókmentafélagsins. Fremst er mynd af C. Chr. Rafn,
cr teljast má faðir safnsins. Þá kemur sjálf saga safnsins aftur
á bls. 269; er hún i þremur aðalþáttum auk nokkurskonar inn-
gangs um tildrög og stofnun safnsins: I. Á dómkirkjuloftinu
<1825-1881); II. í alþingishúsinu (1881- 1908) og III. í Lands-
bókasafnshúsinu (1908—1918). Sagan er rakin ár frá ári í annáls-
formi og er það vel farið, því að þótt nokkurt stagl og endur-
tekning sýnist fylgja því, þá hefir sú aðferð tvo höfuðkosti, er
mest ber að meta i slíku riti, að frásögnin verður afarnákvæm,
svo að framan af mun trauðlega mörgu slept, er nokkru máli
skiftir, og auðvelt að tína i hvert ár alt smávegis úr dreifðum
plöggum, og svo hitt, að með þessari aðferð kemur framþróunin
langskýrast fram. Höfundinum tekst og furðulega að hreyfa sig
í þessum þrönga og þétt sniðua búningi, svo að stílsmátinn
verður altaf léttur og hjólliðugur og á pörtum með verulegum
fjörsprettum. Bókin er því mjög skemtileg aflestrar fyrir hvern
þann, er nokkurn hug heflr á að fræðast. Munu og fáar sögur
hugðnæmari hverjum íslendingi en sagan af þessum mjóa vísi,
er rann upp í lítt ruddum jarðvegi, en var hlúð að af nærgætn-
um höndum, svo að hann óx og dafnaði. Það er sagan af vexti
■og viðgangi einnar þjóðnýtustu og merkustu stofnunar landsins.
•Getur höf. þess, hve samgróin saga þessarar stofnunar er við-
gangi þjóðfélagsins sjálfs með þessum orðum (bls. 216): ttÞað er
gleðilegt íhugunarefni, hve samtvinnaður vöxtur og gengi Lands-
bókasafnsins heflr jafnan verið vaxandi sjálfstæði og batnandi
hag hinnar íslensku þjóðar. Þegar alþingi hafði fengið fjárfor-
ræði og íslendingar fengið stjórnarskrá, kemst safnið í fjárlög
þess, þótt útlátin væru af skornum skamti; þegar alþingi eignast
hús yfir höfuðið á sér, kemst safnið undir sama þakið, og þegar
stjórnin er loks orðin alinnlend, er því reist veglegt hús á land-
sjóðs kostnað«.
Á eftir sjálfri sögunni eru æfiágrip yfirbókavarðanna þriggja,
Jóns Árnasonar, Hallgríms Melsteðs og Jóns Jacobsonar. Þá eru
prentuð allmörg fylgiskjöl og loks registur, og er það siðaðra