Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 61

Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 61
EIMREIÐIN'J RITSJÁ 189 LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS 1818—1918. Minningarrit; 312 l»ls. 4to. Vegna ýmissa örðugleika kemur rit þetta út alllöngu á eftir timanura, en þaö er þá lika stór-myndarlegt í alla staði þegar það loks hleyþur af stokkum, eins og sæmir þeirri stofnun, er það fjallar um. Jón landsbókavörður Jacobson heflr samið það; segir hann í eftirmála þess, að sér verði einum að kenna um galla þess, en eg vil þá segja, að hann einn eigi heiðurinn fyrir •vel unnið verk. Minningarrit þetta er i sama broti og sviþað að frágangi og minningarrit Bókmentafélagsins. Fremst er mynd af C. Chr. Rafn, cr teljast má faðir safnsins. Þá kemur sjálf saga safnsins aftur á bls. 269; er hún i þremur aðalþáttum auk nokkurskonar inn- gangs um tildrög og stofnun safnsins: I. Á dómkirkjuloftinu <1825-1881); II. í alþingishúsinu (1881- 1908) og III. í Lands- bókasafnshúsinu (1908—1918). Sagan er rakin ár frá ári í annáls- formi og er það vel farið, því að þótt nokkurt stagl og endur- tekning sýnist fylgja því, þá hefir sú aðferð tvo höfuðkosti, er mest ber að meta i slíku riti, að frásögnin verður afarnákvæm, svo að framan af mun trauðlega mörgu slept, er nokkru máli skiftir, og auðvelt að tína i hvert ár alt smávegis úr dreifðum plöggum, og svo hitt, að með þessari aðferð kemur framþróunin langskýrast fram. Höfundinum tekst og furðulega að hreyfa sig í þessum þrönga og þétt sniðua búningi, svo að stílsmátinn verður altaf léttur og hjólliðugur og á pörtum með verulegum fjörsprettum. Bókin er því mjög skemtileg aflestrar fyrir hvern þann, er nokkurn hug heflr á að fræðast. Munu og fáar sögur hugðnæmari hverjum íslendingi en sagan af þessum mjóa vísi, er rann upp í lítt ruddum jarðvegi, en var hlúð að af nærgætn- um höndum, svo að hann óx og dafnaði. Það er sagan af vexti ■og viðgangi einnar þjóðnýtustu og merkustu stofnunar landsins. •Getur höf. þess, hve samgróin saga þessarar stofnunar er við- gangi þjóðfélagsins sjálfs með þessum orðum (bls. 216): ttÞað er gleðilegt íhugunarefni, hve samtvinnaður vöxtur og gengi Lands- bókasafnsins heflr jafnan verið vaxandi sjálfstæði og batnandi hag hinnar íslensku þjóðar. Þegar alþingi hafði fengið fjárfor- ræði og íslendingar fengið stjórnarskrá, kemst safnið í fjárlög þess, þótt útlátin væru af skornum skamti; þegar alþingi eignast hús yfir höfuðið á sér, kemst safnið undir sama þakið, og þegar stjórnin er loks orðin alinnlend, er því reist veglegt hús á land- sjóðs kostnað«. Á eftir sjálfri sögunni eru æfiágrip yfirbókavarðanna þriggja, Jóns Árnasonar, Hallgríms Melsteðs og Jóns Jacobsonar. Þá eru prentuð allmörg fylgiskjöl og loks registur, og er það siðaðra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.