Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 6

Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 6
134 FORFEÐUR MANNKYNSINS [EIMREIÐIN þessara manna. Það er þó talið víst, að vera þessi hafi heyrt til mannkyninu (Homo). Eigi er fullvíst um aldur þessa fundar. Sumir telja hann til síðari hluta tertier- tímabilsins, en aðrir rekja aldur hans til jökultimans. Neanderdal-þjóðflokkurinn. í kalksteinshelli einum í Neanderdal, skamt frá Diissel- dorf á Þýzkalandi, fundust árið 1856 höfuðkúpubrot og fleiri bein úr beinagrind, er mjög voru frábrugðin beinum núlifandi þjóða. Lengi var deilt um bein þessi og þýð- ingu þeirra fyrir sögu mannkynsins. Sumir töldu þau leifar af sérstökum þjóðflokki, er staðið hefði á lægra þroskastigi en núlifandi menn. Aðrir vildu ekkert á fundi þessum byggja, töldu líklegast að beinin væru af van- skapnings-afbrigði og það mál studdi hinn nafnkendi læknir og mannfræðingur Virchow (frb. Firkov), því að hann þóttist finna sjúkleikamerki á beinunum. 30 árum síðar (1885) fundust tvær beinagrindur í helli einum í Belgíu (Spy), er að öllu líktust beinunum frá Neanderdal. Síðan hafa samskonar bein og beinagrindur fundist víða hér í álfu, bæði á Spáni, Frakklandi, Belgíu, Þýzkalandi, Austurríki og Ungverjalandi, einkum í kalksteinshellum neðanjarðar. í hellum þessum hafa menn og dýr leitað sér hælis á jökultímanum og fiutt þangað bráð sina; hafa margar kynslóðir haft þar bækistöðu og borið þar bein sín. Kalkblandað vatn hefir dropið úr hellisloftunum og yfir bein þeirra og varðveitt þau frá eyðingu og hafa þar geymst þykk lög af slíkum dýrabeinum til vorra daga. Er þar margan fróðleik að fmna um dýralífið á jökul- tímanum. í einum slikum helli hjá Krapina (baðstaður í Kroatiu í Ungverjalandi) fundust fyrir 20 árum (1900) 9 beinagrindur af Neanderdal-mönnum á ýmsu aldurs- skeiði. Enginn vafi er á því, að verur þær, er bein þessi áttu, ber að telja til mannkynsins (Homo). En svo hafa menn þessir verið frábrugðnir núlifandi þjóðum, að mannfræð- ingar telja þá sérstaka tegund og nefna þá »Homo primi-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.