Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 28

Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 28
156 í BISKA.YAFLÓA IEIMREIÐIN stjóra, en 14 með stýrimanni. Með Ófeigi urðu 1. vélstjóri og brytinn, 3. vélstjóri og timburmaður, en með skip- stjóra fóru 2. vélstjóri og bátsmaður. Að öðru leyti tók hvor þá háseta, sem haft hafði með sér á vöku. Reru þeir fyrst tii kafbátsins og skiluðu foringjunum. Ekki vissu þeir gerla, hvar þeir væri, en giskuðu á að þeir ætti um 80 sjómílur ófarnar til Ermarsunds, en for- ingi kafbátsins sagði þá 60 mílur undan Brest og hafði hann lofað skipstjóra að draga bátana og koma þeim svo undir land, að þeir hefði hagstæðan byr og gæti siglt til Frakklands. Þess má geta, að mesti sægur var af rottum í skipinu og margir kettir. Tóku þeir þá alla með sér, er til náð- ist, í bát stýrimanns og gekst einn maður einkanlega fyrir því; það var timburmaður skipsins. Þessi umhyggja kom þó að litlu haldi, því að kettirnir króknuðu allir í bátnum. En það er til marks um rottusæginn í skipinu, að þá er þeir félagar höfðu verið í hrakningi um hríð, varð timburmaður þess var, að eitthvað var á iði í ermi hans og þegar hann gaf því gætur, hljóp heljarstór rotta fram úr treyjuermi hans. — Hund höfðu þeir einn og fór hann í bát skipstjóra. Þess er fyrr getið, að sjór kom á skipið vestur af Spáni og losaði um annan skipsbátinn. Þann bát fékk stýrimað- ur og hans menn, en þegar hann kom á sjó, kom í ljós, að hann var allur liðaður og hriplekur. Sló óhug á skip- verja og vildu sumir ganga í bát skipstjóra, en þess var enginn kostur vegna þrengsla. Varð hnédjúpur sjór í bát- num á svipstundu og var þá tekið að ausa af kappi. Þegar skipshöfn var komin í bátana, fengu kafbáts- menn stýrimanni kaðal og höfðu bát hans í eftirdragi, en bát skipstjóra var hnýtt þar aftan í. Kafbáturinn var litill og engin merki sáu þeir á honum. Hann sigldi fyrst um- hverfis skipið. Sprungu þá báðar sprengjurnar, en það virtist litlum skemdum valda. Tóku þeir þá að skjóta á það, samtals ellefu skotum, og hittu flest. Skipið fór þá að hallast á bakborða og síga niður að framan. Um klukkan hálf-sex var lagt af stað í áttina til Brest
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.