Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 18
146
HNÍFAKAUP
[EIMKEIBIN
Eg gleymdi hræðslunni og efanum, og gat ekki stilt mig
um að reka upp fagnaðaróp, sem endaði í löngu já-i.
Nú var eg viss. En því var strákurinn svona vitlaus?
Hann um það. Ekki átti eg að sjá fyrir því. Hjartað
skalf í brjósti mér af löngun og eftirvænting, þegar eg
losaði bandið úr miðhneslunni og smokkaði því ofan í
vestisvasann og vöðlaði því utan um hnífinn, sem eg
huldi í lúku mér í seinasta skifti.
»Jæja, karlinn! Svo þú ætlar þá loksins að hafa kaupin!
Sko þann stutta!«
Hann var þó aldrei að hæðast að mér? Mér fanst skop-
hreimur og snertur af ögrun i málrómnum. En mér var
sama. Bráðum var skemtunin mín megin.
Við réttum fram hendur og skiftum.
Eg fann eitthvað sívalt snerta lófa minn og leit upp
stórum augum. í hendinni hélt eg ekki á neinum útmetn-
um kaupstaðarhníf, heldur á sívalningi, liðlega þriggja
þumlunga löngum, á gildleik við kvenhrifuskaft, sagað i
sundur að endilöngu, nema svolítill partur neðst. þar
var beljarstór og margfægð látúnsbóla fest í endann. Kol-
ryðgað og skörðótt hnífsblað var fest með litlum nagla,
sem átti vist að heita þolinmóður, i fremri endann, og
lék það laust í sagarfarinu. Engin fjöður og ekkert hald.
Blaðskömmin fór í gegnum sjálft sig hring eftir hring
og snerist eins og skopparakringla. Eg var svo hryggur
og reiður, að eg kom engu orði upp fyrst í stað. Leifi
veltist um af hlátri.
»Þetta er ómark! Það eru svik!« stundi eg loksins upp
og krepti hnefana.
»Nei, hróið mitt! Þetta eru lögleg hnífakaup. Þú ætl-
aðir að hafa af mér, en hafðir af sjálfum þér. Eg sagði
þér aldrei, að þú fengir fallega hnifinn minn, en eg sagð-
ist eiga hann enn þá, heilan og óskemdan. — Littu bara
á!« sagði hann með skerandi hæðni, og tók upp hníf úr
vinstri vestisvasanum, sem eg þóttist þekkja að mundi
vera hinn sami og sá, er eg hafði mesta löngun á að
eignast, og freistaði mín að láta sterka og góða hnífinn
minn úr eigu minni. Hann var langtum glæsilegri en eg