Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 36

Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 36
164 í BISKAYAFLÓA [EIMREIÐIM Fimm menn gátu þá staulast úr bátnum, en hinir sjö voru allir meðvitundarlausir. Þessir komust úr bátnum: Ófeigur stýrimaður, Carlson, hinn hrausti Svii, 1. vélstjóri, norskur, 3. vélstjóri, dansk- ur, hraustur vel, og timburmaðurinn. Bandaríkjamaðurinn, 1. vélstjóri og Carlson stauluðust fyrstir upp frá flæðarmálinu. Ófeigur og 3. vélstjóri lögðu af stað á eftir þeim. Vél- stjóri kvaðst þá ekki geta gengið og bað styðja sig. Var Ófeigur þá líka mjög þjakaður og mátti varla ganga. Leiddust þeir þá og reikuðu upp sandinn. Það var spotta- korn, eins og frá hafnarbakkanum í Reykjavík upp i Austurstræti. Ofan við sandinn var hlaðinn múrveggur og nokkuð háar tröppur upp að ganga. Fetta var laust eflir miðnætti aðfaranótt 9. dags febrúar- mánaðar. Höfðu þeir þá verið í hrakningum þessum nokkuð á fimta sólarhring. Þeir Ófeigur sjá, að félagar þeirra eru komnir upp tröppurnar og eru þar að tala við næturvörð. Komust þeir þangað til þeirra og stóðu þá á breiðu stræti — hafnarstræti einhverrar borgar. Timburmaðurinn hafði verið í siglingum við strendur Suður-Ameríku og kunni orð og orð í spánversku, en mjög lítið; reyndi þó að gera sig skiljanlegan. Næturvörðurinn var alveg agndofa, horfði ýmist á þá eða bátinn og varð starsýrt á þá félaga og ekki síst Ófeig, sem kom reikandi eins og drukkinn maður, berhöfðaður og á sokkaleistunum og illa til reika. Vissu þeir síðar, aö næturvörðurinn hélt í fyrstu, að þeir væri druknir og hefði stolið bátnum hinumegin við höfðann. Þeir gera honum skiljanlegt, að þeir vilji tala við norska ræðismanninn. Blés hann þá í hljóðpipu og kom þegar annar næturvörður og fór eftir ræðismanni. Á meðan kvörtuðu þeir um þorsta, sem alveg var að gera út af við þá, og benti næturvörðurinn þeim á veit- ingahús, sem var skamt þaðan. Komust þeir þangað meö naumindum, en var vísað á dyr, eins og þeir væri druknir flækingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.