Eimreiðin - 01.05.1920, Síða 36
164
í BISKAYAFLÓA
[EIMREIÐIM
Fimm menn gátu þá staulast úr bátnum, en hinir sjö
voru allir meðvitundarlausir.
Þessir komust úr bátnum: Ófeigur stýrimaður, Carlson,
hinn hrausti Svii, 1. vélstjóri, norskur, 3. vélstjóri, dansk-
ur, hraustur vel, og timburmaðurinn.
Bandaríkjamaðurinn, 1. vélstjóri og Carlson stauluðust
fyrstir upp frá flæðarmálinu.
Ófeigur og 3. vélstjóri lögðu af stað á eftir þeim. Vél-
stjóri kvaðst þá ekki geta gengið og bað styðja sig. Var
Ófeigur þá líka mjög þjakaður og mátti varla ganga.
Leiddust þeir þá og reikuðu upp sandinn. Það var spotta-
korn, eins og frá hafnarbakkanum í Reykjavík upp i
Austurstræti. Ofan við sandinn var hlaðinn múrveggur
og nokkuð háar tröppur upp að ganga.
Fetta var laust eflir miðnætti aðfaranótt 9. dags febrúar-
mánaðar. Höfðu þeir þá verið í hrakningum þessum
nokkuð á fimta sólarhring.
Þeir Ófeigur sjá, að félagar þeirra eru komnir upp
tröppurnar og eru þar að tala við næturvörð. Komust
þeir þangað til þeirra og stóðu þá á breiðu stræti —
hafnarstræti einhverrar borgar.
Timburmaðurinn hafði verið í siglingum við strendur
Suður-Ameríku og kunni orð og orð í spánversku, en
mjög lítið; reyndi þó að gera sig skiljanlegan.
Næturvörðurinn var alveg agndofa, horfði ýmist á þá
eða bátinn og varð starsýrt á þá félaga og ekki síst Ófeig,
sem kom reikandi eins og drukkinn maður, berhöfðaður
og á sokkaleistunum og illa til reika. Vissu þeir síðar, aö
næturvörðurinn hélt í fyrstu, að þeir væri druknir og
hefði stolið bátnum hinumegin við höfðann.
Þeir gera honum skiljanlegt, að þeir vilji tala við
norska ræðismanninn. Blés hann þá í hljóðpipu og kom
þegar annar næturvörður og fór eftir ræðismanni.
Á meðan kvörtuðu þeir um þorsta, sem alveg var að
gera út af við þá, og benti næturvörðurinn þeim á veit-
ingahús, sem var skamt þaðan. Komust þeir þangað meö
naumindum, en var vísað á dyr, eins og þeir væri druknir
flækingar.