Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 44

Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 44
172 GJÁBAKKAHELLIR lEIMREIÐIN í hraunstorkunni, sem ekki er unt að smjúga, nema færð- ur sé burtu stór steinn, er þar verður á gólfinu. Á all-löngum kafla innar er aðalhellirinn hár, með fremur litlu ni^urhruni á gólfinu, Víddin um 5 m. Síðan taka við mikil niðurhrun aftur, en ekki er mjög örðugt að komast yfir þau, hæðin svo mikil, að ganga má upp- réttur, og meiri en það. Til vinstri handar verður þar á einum stað neðarlega lítill og laglegur afkimi, fáir metrar að lengd. Enn innar verður niðurhrunið hærra og verður að bograst milli þess og hvelfingarinnar. Brátt sér nú skímu, sem kemur inn um smáop, þar sem hvelfingin er algerlega hrunin niður. Verður skriðið hér út og út í dældina, sem þar er framundan. Eg hafði fest enda á seglgarni við stein hjá stallinum fyrnefnda og þræddi Halldór seglgarnið um hellinn endilangan fyrir mig. Er við höfðum litast um úti fyrir litla opinu sáum við að við höfðum farið undir veginn og vorum komnir upp skamt eitt fyrir sunnan hann. Hafði enginn athugað smugu þessa fyr, að því er þeir fylgdarmenn mínir vissu til. Suður af dæld þessari tóku við aðrar í sömu stefnu og hellirinn og dældirnar norður frá honum. Hafði hellirinn sýnilega haldið hér áfram í upphafi, en fallið niður með köflum og verður hvergi hér farið ofan í hann í milli dældanna. í öndverðu hefir hellir þessi verið geysilangur. Við gengum síðan ofanjarðar upp að aðalmunnanum aftur og gerðum að Ijósáhöldum okkar. Siðan fór Hall- mundur bóndi heim til bæjar, en við Halldór gengum aftur í hellinn og rannsökuðum hann nákvæmar, einkum afhellana, sem nú hefir verið lýst. Vatt Halldór nú upp seglgarnið í hnykil. Mældi eg það síðar og reyndist lengd alls hellisins 309 m. Ekki er hann alveg beinn, heldur eru í honum smábugður sumstaðar. Hvergi eru verulegar ísmj'ndanir í honum; kunna þær að vera nokkrar á vetr- um norðantil, en hafa þá verið bráðnaðar. Vatn sígur niður gegnum bergið sem í slíkum hraunhellum er títt, en nær ekki að frjósa, því að svo er hellirinn djúpt í jörðu að frost kemst ekki að. Loftið er þægilega svalt og hreint. Hvergi verður vart við lykt eða ryk. Að eins á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.