Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 45

Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 45
EIMREIÐIN] GJÁBAKKAHELLIR 173 einum stað vottaði fyrir að dálítið hafði runnið niður af leir. Vatnstjarnir myndast engar að heitið geti, verður að eins lítillega vart við það norðan til sumstaðar; bergið er jafn gljúpt undir sem yfir, svo að vatn það sígur niður, sem sumstaðar drýpur niður úr hvelfingunni. Víða má sjá að bráðið hraun hefir sígið í gegnum smugur og rif- ur á hraunhvelfingunni og runnið niður eftir veggjunum. Hvelfingin er öll með sepum og totum sumstaðar, þar sem ekki hefir hrunið niður neðsta lagið. Sumstaðar eru á henni fallegir skildir og tiglar. Veggirnir eru víða með fallegum framskotum, reglulegum og verklegum, svo sem múrveggir á erlendum stórhýsum eru neðantil. Sumstaðar hafa ystu lögin á þeim flagnað frá og má sjá þau í slór- um hellum á gólfinu, eins og væru þau gerð í stein- steypuverksmiðju. Margar einkennilegar steinmyndanir bera fyrir augað. Steinteinar, storknaðir steindropar, sjást óviða og hvergi eins langir og fagrir sem í Raufarhólshelli; ekki heldur svo háar steindropastrýtur á gólfinu sem þar eru. Gólfið er mjög óviða bert, víðast grjóthröngl á því og sumstaðar mjög miklir grjóthaugar; hefir það alt hrunið úr lofti og veggjum, sennilega mest í jarðskjálftum. Ekki verður séð fyrir hve löngu eða hvort nokkuð er hrunið miklu síðar en annað, því hér hefir tímans tönn ekki markað auðsæ för. Hér hefir ríkt stöðug kyrð og ró, al- gert myrkur, líklega jafn hiti ætíð eftir að hraunið var að síðustu alkólnað. Aldirnar liðu, líklega aldir alda, engin jarðnesk lifandi vera raskaði ró þessa myrkheims. Þar eð hellir þessi er svo nálægt Ringvelli og þjóðveg- ur alla leið þaðan að opi hans, má óhætt gera ráð fyrir að margir fari að skoða hann. Aka má nú á vélarvagni austur að Hrafnagjá og er þaðan skamt mjög að Gjá- bakka. því miður hefir sumstaðar orðið vart við það hér á landi, að ungir menn skemma og eyðileggja það, sem tilheyrir almenningi eða almenningi er leyft til afnota. Vonandi er að ekki bryddi á því hér í þessum helli, en fari að sjást þess merki eða sóðalegrar umgengni, sem ekki má hér heldur eiga sér stað, verður að loka hellin-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.