Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Side 45

Eimreiðin - 01.05.1920, Side 45
EIMREIÐIN] GJÁBAKKAHELLIR 173 einum stað vottaði fyrir að dálítið hafði runnið niður af leir. Vatnstjarnir myndast engar að heitið geti, verður að eins lítillega vart við það norðan til sumstaðar; bergið er jafn gljúpt undir sem yfir, svo að vatn það sígur niður, sem sumstaðar drýpur niður úr hvelfingunni. Víða má sjá að bráðið hraun hefir sígið í gegnum smugur og rif- ur á hraunhvelfingunni og runnið niður eftir veggjunum. Hvelfingin er öll með sepum og totum sumstaðar, þar sem ekki hefir hrunið niður neðsta lagið. Sumstaðar eru á henni fallegir skildir og tiglar. Veggirnir eru víða með fallegum framskotum, reglulegum og verklegum, svo sem múrveggir á erlendum stórhýsum eru neðantil. Sumstaðar hafa ystu lögin á þeim flagnað frá og má sjá þau í slór- um hellum á gólfinu, eins og væru þau gerð í stein- steypuverksmiðju. Margar einkennilegar steinmyndanir bera fyrir augað. Steinteinar, storknaðir steindropar, sjást óviða og hvergi eins langir og fagrir sem í Raufarhólshelli; ekki heldur svo háar steindropastrýtur á gólfinu sem þar eru. Gólfið er mjög óviða bert, víðast grjóthröngl á því og sumstaðar mjög miklir grjóthaugar; hefir það alt hrunið úr lofti og veggjum, sennilega mest í jarðskjálftum. Ekki verður séð fyrir hve löngu eða hvort nokkuð er hrunið miklu síðar en annað, því hér hefir tímans tönn ekki markað auðsæ för. Hér hefir ríkt stöðug kyrð og ró, al- gert myrkur, líklega jafn hiti ætíð eftir að hraunið var að síðustu alkólnað. Aldirnar liðu, líklega aldir alda, engin jarðnesk lifandi vera raskaði ró þessa myrkheims. Þar eð hellir þessi er svo nálægt Ringvelli og þjóðveg- ur alla leið þaðan að opi hans, má óhætt gera ráð fyrir að margir fari að skoða hann. Aka má nú á vélarvagni austur að Hrafnagjá og er þaðan skamt mjög að Gjá- bakka. því miður hefir sumstaðar orðið vart við það hér á landi, að ungir menn skemma og eyðileggja það, sem tilheyrir almenningi eða almenningi er leyft til afnota. Vonandi er að ekki bryddi á því hér í þessum helli, en fari að sjást þess merki eða sóðalegrar umgengni, sem ekki má hér heldur eiga sér stað, verður að loka hellin-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.