Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 62
190
RITSJÁ
[EIMREIEIN
manna háttur að sleppa ekki slíku, eins og oft er gert hér á
landi i fræðibókum.
Auk myndarinnar af Rafni framan við, eru í bókinni stórar
og vandaðar myndir af Landsbókasafnshúsinu á Arnarhóli,
lestrarsalnum í pví húsi, af yfirbókavörðunum þremur, ser»
áður eru nefndir, og loks af lestrarsalnum gamla í alpingishús-
inu. Er gaman að bera pá saman lestrarsalina, pví að pað sýnir
ekki svo litla framför, og var pó hátíð á sinni tíð að fá litla
salinn móti pví sem áður var.
Minningarrit petta er að öllu, innra og ytra, hin prýðilegasta
bók, og hlutaðeigendum til sóma. M. J.
Sigurbjörn Sveinsson: GEISLAR I. Sögur og æfintýri. Rvík,
ísafoldarprentsm. 1919; 115 bls.
Leitun mun vera á manni, sem betur kann að skrifa fyrir
börn en Sigurbjörn Sveinsson, og pessi bók er með þeim hætti,
að óhugsandi er annað en hún verði lesin upp til agna, hvar
sem hún kemst í krakka hendur. Sögur eins og »Glókollur« og
»Dvergurinn í sykurhúsinu« eru eins og töluð út úr hjarta
fróðleiks- og æfintýrafúsra barna. Jafnvel margföldunartaflan fær
vængi og flýgur inn í hugann, pegar hún reynist Glókolli pessi
dæmalausa hollvættur. Frásögnin er svo látlaus og fjörug, a&
yndi er að lesa — líka fyrir fullorðna. M. J.
ÆFIDAGBÓK, útg. Pétur G. Guðmundsson, 1919.
Bók þessi er frábrugðin öðrum bókum flestum í pví, að hún
er óskráð. Hún á að verða mönnum hvöt til pess að rita sér
og öðrum til minnis helstu atburði í lííi þeirra. Tvær blaðsíður
(folio) eru ætlaðar fyrir hvert ár, og annari siðunni skift niður
i tólf jafnstór bil, eitt fyrir hvern mánuð, og mánaðanöfnin
prentuð við. Utg. lýsir tilgangi sinum i stuttum en kjarnorðum
formála. Hann vill fyrst að menn riti, eftir minni og heimildum,
pað, sem drifið hefir á dagana fram að þeim tíma, er þeir eign-
ast bókina; pví næst halda menn bókinni áfram meðan þeir
endast til þess, og ánafna loks Pjóðskjalasafninu bókina med
öllu, sem í henni er.
Pví verður ekki neitað, að fái petta fyrirtæki byr, pá getur
Þjóðskjalasafnið fengið parna margar merkilegar heimildir, og
pær liklega flestar ófáanlegar annarsstaðar. Og pað ætti að fá
byr. Pví að bæði ætti mönnunum sjálfum, er rita, að vera
skemtun og ýmiskonar gagn að þessum minnisgreinum, og svo
er ekki um pað að tala, hve mikil stoð íslenskri mannfræði
væri í þeim, ef vel væru færðar. Mundu slíkar bækur þykja
merkilegar nú, ef til væru frá fyrri tímum.
Sumum mun pykja plássið nokkuð lítið og pröngt markaður