Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 43
EIMREIÐINJ
GJÁBAKKAHELLIR
171
af honum til vinstri handar og upp á við. Þegar við höfð-
um farið um V3 km. í þá stefnu komum við að dæld
mikilli í hrauninu og var hellismunninn syðst í henni.
Dæld þessi hafði sýnilega myndast við það, að hellirinn
hafði hrunið þarna niður á allstórum kafla. Síðar sá eg
að hver dældin var í framhaldsstefnu af annari langan
veg hér fyrir ofan, í áttina til eldborgar mikillar, sem þar
er upp frá og hraun þetta hefir runnið frá. Sumstaðar
voru steinbogar uppi milli þessara niðurfalla, bútar af
hellishvelfingunni og mátti þar sjá hellisveggina og gerð
hvelfingarinnar í fullri dagsbirtu. En víðast hvar varð ekki
skygnst inn í þá hluta hellisins, sem milli niðurfallanna
voru. Allmikill gróður og kjörr eru í hrauninu, en í þessum
dældum var þó miklu mestur gróður, bæði mikill og fagur
og allmjög fjölskrúðugur. — Hellismunninn var nokkurn
veginn hálfkringlumyndaður og breiddin neðst 11 metrar.
Hafði hrunið hér mjög úr og myndast svo sem stórfeldur
forskáli, 31 m. að lengd. Er við höfðum klöngrast inn
eftir honum varð fyrir þverhniftur stallur, sem fara varð
niður af og varð þá hellirinn þrengri og hélt nokkurn
veginn upphaflegri lögun. Hann var hér 4V4 m. að vídd
og veggirnir ámóta háir, með allsléltri steinstorku á, en
uppi yfir þeim var ójöfn bogahvelfing, álíka há og vegg-
irnir, svo að hæðin var öll frá gólfi um 8 m. á að giska.
Par sem er hinn fyrnefndi stallur er hærra uppi til
hægri handar afhellir einn og liggur hann norður á við
aftur; hann er 45 m. að lengd og Vh—2 m. að hæð;
breiddin er 41/3 m. minst, meiri innst, og verður þar fyrir
íssúla og allrainnst lokast hann af niðurhruni. í líkri hæð
er til vinstri handar uppi yfir stallinum skápur mikill út
úr. — Afhella þessa og aðra skoðuðum við Halldór þá
fyrst er við höfðum gengið einu sinni um allan aðalhell-
inn. Tvö önnur loft eða afhella fundum við 157 m. frá
aðalmunnanum; annað var mjótt, í áttina norðurávið og
er inst í því op ofan í aðalhellinn; op það er sjálfgert í
hraunstorkunni og ekki framkomið við brot. Hitt loftið
er uppi yfir þessu; það er vítt og nokkuð útundir til
vinstri handar og framávið; er þar innúr því mjó smuga