Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 24

Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 24
152 [EIMREIÐIN í Biskayaflóa. [Hrakningasögu þá, er hér fer a eftir, ritaði Baldur Sveinsson eftir frásögn Ófeigs Guðnasonar, er sjálfur var með í raunum þeim. er frá er skýrt. Saga þessi er ein af mörgum af liku tæi frá striðstimunum, en hún á erindi til is- lenskra lesenda af því, að það er íslendingur, sem hún fjallar um. Og hún er gott sýnishorn þess, hve veruleikinn oft og einatt tekur flestum skáldskap fram. Ritstj.] Eimskipið »Hafliði ex Uraniacc lá á Reykjavíkurhöfn veturinn 1916 og ætlaði með saltfisksfarm til Barcelóna á Spáni. Skipið var nýkomið þaðán að sunnan og þar hafði stýrimaður þess orðið viðskila við það. Skipstjóri falaðist eftir stýrimanni í Reykjavik og réð til sín is- lenskan mann, Ófeig Guðnason. Hann er kynjaður úr Rangárvallasýslu, fæddur á Hlemmiskeiði í Skeiðahreppi 24. dag maímánaðar 1886. Faðir hans er Guðni Jónsson á Húsatóftum, en Ingunn móðir hans er dóttir Ófeigs Ófeigssonar, er bjó á Fjalli, og er það alkunn ætt. Ófeig- ur Guðnason réðst til sjósóknar 18 ára gamall; var fyrst á þilskipum, en siðar á strandferðaskipinu »Hólumcc og réðst á »Gullfosscc, er hann hóf ferðir sínar. Hann stundaði nám í Stýrimannaskólanum og lauk þar prófi vorið 1913. Ófeigur er maður afarhár vexti, meðallagi þrekinn, sterklegur, hæglátur, gætinn og yfirlætislaus. Hann segist ekki vera bráðakjarkmaður, en treysta sér vel, þegar í háska er komið. Hefir honum og ekki orðið hugfátt í mannraunum, sem sýnast mun. Ráðabreytni hans, sú er fyrr var nefnd, varð upphaf mikilla ævintýra og rauna, sem nú skal frá segja. Þegar þeir skipverjar á »Hafliða« höfðu látið í haf frá íslandi, hreptu þeir aftakaveður vestur af Færeyjum og laskaðist svo þilfarið á skipinu, að allmikill sjór féll í lestina. Héldu þeir til Troon, í nánd við Glasgow á Skot- landi, og reyndist nokkuð skemt af farminum. Að öðru leyti gekk sú för að óskum. Frá Barcelona fóru þeir til Valencia á Spáni og tóku ávaxtafarm til Lundúnaborgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.