Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Page 24

Eimreiðin - 01.05.1920, Page 24
152 [EIMREIÐIN í Biskayaflóa. [Hrakningasögu þá, er hér fer a eftir, ritaði Baldur Sveinsson eftir frásögn Ófeigs Guðnasonar, er sjálfur var með í raunum þeim. er frá er skýrt. Saga þessi er ein af mörgum af liku tæi frá striðstimunum, en hún á erindi til is- lenskra lesenda af því, að það er íslendingur, sem hún fjallar um. Og hún er gott sýnishorn þess, hve veruleikinn oft og einatt tekur flestum skáldskap fram. Ritstj.] Eimskipið »Hafliði ex Uraniacc lá á Reykjavíkurhöfn veturinn 1916 og ætlaði með saltfisksfarm til Barcelóna á Spáni. Skipið var nýkomið þaðán að sunnan og þar hafði stýrimaður þess orðið viðskila við það. Skipstjóri falaðist eftir stýrimanni í Reykjavik og réð til sín is- lenskan mann, Ófeig Guðnason. Hann er kynjaður úr Rangárvallasýslu, fæddur á Hlemmiskeiði í Skeiðahreppi 24. dag maímánaðar 1886. Faðir hans er Guðni Jónsson á Húsatóftum, en Ingunn móðir hans er dóttir Ófeigs Ófeigssonar, er bjó á Fjalli, og er það alkunn ætt. Ófeig- ur Guðnason réðst til sjósóknar 18 ára gamall; var fyrst á þilskipum, en siðar á strandferðaskipinu »Hólumcc og réðst á »Gullfosscc, er hann hóf ferðir sínar. Hann stundaði nám í Stýrimannaskólanum og lauk þar prófi vorið 1913. Ófeigur er maður afarhár vexti, meðallagi þrekinn, sterklegur, hæglátur, gætinn og yfirlætislaus. Hann segist ekki vera bráðakjarkmaður, en treysta sér vel, þegar í háska er komið. Hefir honum og ekki orðið hugfátt í mannraunum, sem sýnast mun. Ráðabreytni hans, sú er fyrr var nefnd, varð upphaf mikilla ævintýra og rauna, sem nú skal frá segja. Þegar þeir skipverjar á »Hafliða« höfðu látið í haf frá íslandi, hreptu þeir aftakaveður vestur af Færeyjum og laskaðist svo þilfarið á skipinu, að allmikill sjór féll í lestina. Héldu þeir til Troon, í nánd við Glasgow á Skot- landi, og reyndist nokkuð skemt af farminum. Að öðru leyti gekk sú för að óskum. Frá Barcelona fóru þeir til Valencia á Spáni og tóku ávaxtafarm til Lundúnaborgar.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.