Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 29

Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 29
EIMREIÐIN] í BISKAYAFLÓA 157 á Frakklandi. f*á var tekið að hvessa af norðaustri og sjór farinn að aukast. Kafbáturinn dró báða bátana og voru 2 og 3 menn í austri á bát stýrimanns. Gekk svo fram um miðnætti. IJá stansar kafbáturinn snögglega og skipar að sleppa. Stórviðri var þá skollið á með hauga- sjó og afskaplegu slydduveðri. Ófeigur bað menn sina að sleppa ekki, bélt sér hafa misheyrst um skipunina, en var þá i sömu svifum rétt kominn undir skut kafbátsins um leið og hann seig af einni öidunni, og i því er þeim skipað með helvítskri frekju að sleppa og var það þá gert tafarlaust. Kallaðist skipstjórinn á »Solbakken« á við skipstjóra kafbátsins um leið og spurði, hvar þeir væri þá staddir og hvert halda skyldi. Var honum sagt að stýra ANA og væri 20 mílur til Brest. En það var beint i móti sjó og vindi að sækja og ekkert viðlit að komast þangað. Hvarf þá kafbáturinn og varð fátt um kveðjur. Skipstjóri og Ófeigur höfðu talað um það meðan þeir voru að búast af stað, að halda bátunum svo freklega saman sem kostur væri. Ófeigur hafði og borið það í tal við skipstjóra, hvort ekki væri gerlegt að sigla til Spánar, en hann hristi höfuðið, enda voru þangað 250 sjómílur, ef kafbátsforinginn hefir sagt þeim rétt til um, hvai þeir væri. Báðir bátarnir tóku nú til segla; það voru rásegl, og urðu Ófeigsmenn heldur siðbúnari. Fóru þá sumir þegar að ókyrrast yfir lekanum og hrópuðu og kölluðu til skip- stjóra og sögðnst vera við að sökkva. Hinir skeyttu því engu, virtust jafnvel flýta sér því meir. Ófeigi kom ekki til hugar að beiðast hjálpar af þeim, en vildi fyrir hvern mun ná tali af skipstjóra, til að ráðgast við hann, en það tókst ekki. Bát skipstjóra bar undan og var hann horfinn inn í sortann eftir svo sem fjórðung stundar. Sáust þeir ekki síðan og skildi þar milli feigs og ófeigs. Fað var ætlun Ófeigs að reyna annaðhvort að sigla inn í botn Biskayaflóa eða til Spánar og beitti hann fyrst inn flóann. Settist sjálfur við stýri. Hann var í frakka ystum klæða, ekki vel þykkum; hafði stígvélaskó á fótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.