Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 38

Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 38
166 í BISKAYAFLÓA [EIMREIÐIN að þeim leið þar hverjum deginum öðrum betur. Þegar þeim var borinn matur fyrsta daginn, var þeim fyrst færður nýr fiskur og gat Ófeigur ekki neytt hans bjálpar- laust, — var svo máttfarinn í höndum — og svo var um þá fleiri. Þeim var og borið kaffi og koníak, en neyttu lítils þann dag og voru svo máttfarnir, að þeir gátu ekki hreyft legg né lið og máttu varla mæla. Mesti fjöldi fólks kom til að sjá þá, bæði þenna dag og alt af meðan þeir lágu. Voru allir undrandi og spyrj- andi um það, sem á daga þeirra hefði drifið. Kaþólskir prestar komu til þeirra og spurðu um trú þeirra; sögðust þeir allir lúterskir, sem satt var, og gáfu prestar þeim þá lítinn gaum. Tveir læknar stunduðu þá, og til þeirra komu ræðis- menn Breta og Norðmanna, enski skipstjórinn, sem hitti þá fyrsta kvöldið, blaðamenn og margir fleiri, og vildu allir fá fréttir af þeim, en þeir treystust ekki að segja frá atburðum fyrr en annan daginn; voru þá nokkru hressari. Spánverjar sýndu þeim frábæra alúð og gestrisni. Fólk kom hvaðanæva með alls konar gjafir, svo sem ávexti, tóbak, sælgæti, peninga og fleira og höfðu þeir ekki við að neyta þess, sem þeim var fært, og lá það í hrúgum hingað og þangað um borðin. Öll hjúkrun var þeim veitt af mestu nákvæmni. Franskur prestur kom þar til þeirra. Hann hafði verið prófessor og dvalist 22 ár á Englandi og gat talað við þá og var þeim mjög góður. Meðan »Solbakken« var í Buenos Aires, réðst ungur maður þar í skiprúm; hann var 19 ára, liðléttingur, og átti að vera frammistöðumaður. Ekki hafði hann nein skilríki, en sagðist vera Bandarikjamaður. Þó grunaði suma, að hann væri Þjóðverji; þóttust heyra það á mæli hans. Hann lenti í bát með Ófeigi og lá þarna í sjúkra- húsinu. Enski ræðismaðurinn bar það á hann, að hann væri þýskur og gekst hann við því. Hann hafði verið á »Vaterland«, sem kyrrsett var í New York, en komst einhvern veginn suður til Buenos Aires. Hann var frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.