Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Page 38

Eimreiðin - 01.05.1920, Page 38
166 í BISKAYAFLÓA [EIMREIÐIN að þeim leið þar hverjum deginum öðrum betur. Þegar þeim var borinn matur fyrsta daginn, var þeim fyrst færður nýr fiskur og gat Ófeigur ekki neytt hans bjálpar- laust, — var svo máttfarinn í höndum — og svo var um þá fleiri. Þeim var og borið kaffi og koníak, en neyttu lítils þann dag og voru svo máttfarnir, að þeir gátu ekki hreyft legg né lið og máttu varla mæla. Mesti fjöldi fólks kom til að sjá þá, bæði þenna dag og alt af meðan þeir lágu. Voru allir undrandi og spyrj- andi um það, sem á daga þeirra hefði drifið. Kaþólskir prestar komu til þeirra og spurðu um trú þeirra; sögðust þeir allir lúterskir, sem satt var, og gáfu prestar þeim þá lítinn gaum. Tveir læknar stunduðu þá, og til þeirra komu ræðis- menn Breta og Norðmanna, enski skipstjórinn, sem hitti þá fyrsta kvöldið, blaðamenn og margir fleiri, og vildu allir fá fréttir af þeim, en þeir treystust ekki að segja frá atburðum fyrr en annan daginn; voru þá nokkru hressari. Spánverjar sýndu þeim frábæra alúð og gestrisni. Fólk kom hvaðanæva með alls konar gjafir, svo sem ávexti, tóbak, sælgæti, peninga og fleira og höfðu þeir ekki við að neyta þess, sem þeim var fært, og lá það í hrúgum hingað og þangað um borðin. Öll hjúkrun var þeim veitt af mestu nákvæmni. Franskur prestur kom þar til þeirra. Hann hafði verið prófessor og dvalist 22 ár á Englandi og gat talað við þá og var þeim mjög góður. Meðan »Solbakken« var í Buenos Aires, réðst ungur maður þar í skiprúm; hann var 19 ára, liðléttingur, og átti að vera frammistöðumaður. Ekki hafði hann nein skilríki, en sagðist vera Bandarikjamaður. Þó grunaði suma, að hann væri Þjóðverji; þóttust heyra það á mæli hans. Hann lenti í bát með Ófeigi og lá þarna í sjúkra- húsinu. Enski ræðismaðurinn bar það á hann, að hann væri þýskur og gekst hann við því. Hann hafði verið á »Vaterland«, sem kyrrsett var í New York, en komst einhvern veginn suður til Buenos Aires. Hann var frá

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.