Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 35

Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 35
EIMREIÐINI í BISKAYAFLÓA 163 Ófeigur stýrimaður var þá orðinn afskaplega þjakaður, en sat þó við stýrið og ætlaði sér þaðan hvergi að hrær- ast meðan hann gæti setið uppi, en það fanst honum stundum, að ekkert væri kærkomnara en holskefla, sem bundið gæti enda á hörmungar þeirra með skjótum svifum. t*eir nálguðust nú hægt og hægt og sjá hilla undir einhvern höfða. Vissi Ófeigur, að strönd þessi væri voða- leg, ef hann væri kominn til Spánar, sem hann þóttist sannfærður um. Hann ráðgaðist nú við menn sína, hvort þeir vildi heldur bíða birtu eða taka land þá þegar. Þeir svöruðu einum munni: Taka land! Var þá svo af þeim dregið, að enginn mundi hafa lifað til morguns á sjónum. Er nú enn siglt og var það ráð tekið að leggja að landi sunnanmegin við höfðann, en þó sáu þeir þar engin ljós né innsiglingarmerki. Ber þá inn með höfðanum og sjá þá annan höfða stjórnborðsmegin og virtust komnir í vík, en voðalegt brim að sjá til lands í víkurbotninum, en vindur stóð á eftir þeim og bar þá upp undir brim- garðinn. þegar skamt var að brimgarðinum, biður Ófeigur þá að leggja út árar og róa frá og freista heldur að taka land hinumegin höfðans. En enginn hrærði legg né lið! Var þá ekkert undan- færi nema sigla til brots. Þeir, sem meðvitund höfðu, tóku árar og björgunar- belti til að fleytast til lands, ef alt skjddi sökkva. En þegar inn í brimið kom, féllu þrir brotsjóar um bátinn, en Ófeigur stýrði svo, að báturinn var alt af rétt- ur og gaf ekki á; hakaði hann uppi og á þriðju öldu stóð í sandi. Sandurinn var hvítur og þess vegna hafði þeim sýnst brimið meira en það var, og var þó fullilt. Bátnum sló flötum í lendingu og þorðu þeir ekki að yfirgefa hann strax; ætluðu að láta sjóana bera hann lengra upp. En útfall var og brátt hættu sogin að ná til hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.