Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 34

Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 34
162 í BISKAYAFLÓA [EIMREIÐIN þeir því nokkurn veginn vel og virtust þá farnir að treysta honum betur en áður. Þegar fór að líða á hinn fjórða dag, tók að hægja. Sáu þeir þá 5Tmis konar rusl fljóta á sjónum, smákork, spj7tur og þess háttar, og sagði stýrimaður þeim, að það mundi koma úr ám á Spáni. Þá sáu þeir og endur og fleiri fugla og varð þetta alt til þess að gera þeim rórra í skapi. Um klukkan fimm um kvöldið, þegar tók að skyggja, sjá þeir eimskip ekki allfjarri. Enginn var þá svo fær, að hann treystist til að rísa á fætur, svo var af þeim dregið, og lágu þeir á hnjánum, sem jusu. En loks reis timburmaðurinn á fætur og þá æptu allir kvíðablandið fagnaðaróp eða undrunar. Ófeigur reyndi að standa upp, en tókst ekki. Hann smeygði þá af sér frakkanum og dróst fram í bátinn, tók þar krókstjaka og setti á hann veifu og studdist við mastrið með annari hendi og veifaði af veikum mætti, en það varð gagnslaust. þeir sáust ekki. En sárt var að sjá skipið sigla í hvarf. Þó tóku allir því með stillingu. Skömmu síðar sáu þeir annað skip og var þá orðið dimt, svo að gagnslaust var að reyna að veifa. En þeir höfðu haft með sér blys á bátnum og eldspýtur. Þær voru geymdar í krús undan ávaxtamauki og margfaldur vaxdúkur bundinn yfir. Átti nú að grípa til þessa og bregða upp neyðarblysinu. En eldspýturnar reyndust þá ónýtar, voru orðnar deigar, svo vel sem um þær var þó búið, og tókst þeim ekki að kveikja. Skipið varð þeirra ekki vart og eftir litla stund voru ljós þess horfin. En rétt á eftir sjá þeir vita, en ekki virtist það fá þeim verulegrar gleði, svo mjög var þá af öllum dregið. Vindur var orðinn hægur, helst of hægur til að sigla, en allmikil undiralda. Stefndu þeir nú á vitann, en þegar þeir nálguðust hann, sjá þeir mikinn Ijósbjarma til suð- urs og þóttust vita, að þar væri bær eða borg. Stefndu þeir þá þangað og skýrðust ljósin alt af. Austursmenn lágu þá alt af á hnjánum í austrinum og var þá ekkert, sem bjargaði, nema vonin um landtöku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.