Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 8
136
FORFEÐUR MANNKYNSINS
[EIXIKEIÐItí
en litlum hagleik lýsir gerð þeirra. Eldinn kunnu þeir
að hagnýta sér og notuðu hann til matreiðslu. þeir greftr-
uðu lík meðbræðra sinna og lögðu matvæli með þeim »
gröfina. Er það sönnun þess, að þeir hafi haft einhvern
vísi til trúarbragða eða ákveðnar hugmyndir um annað lífi
Fjóð þessi hefir um langt skeið ráðið ríkjum í Evrópu,
máske svo þúsundum ára skiftir, og víða hefir hún haft
bygð sina vestan til í álfunni, þar eð leifar hafa fundist
eftir hana alt frá Spáni austur til Ungverjalands.
Þá voru landkostir ólíkir því, sem nú er í álfunni, þvi
að þá stóð jökultíminn yfir. Jökulbreiðurnar þöndust frá
hálendi Norðurlanda suður um láglendin á Hollandi og
Þýzkalandi og suður og austur um Rússland. Hjarnbreið-
ur lágu þá yfir fjallgörðum sunnar í álfunni (Alpafjöllum
og Pyreneafjöllum). Reyndar komu þá löng hlýviðris-
tímabil, svo að jökuljaðarinn færðist alllangt norður eftir,
og dýr og jurtir fengu næði til að breiðast yfir svæði, er
jöklarnir viku af. Varð þá vistlegra suður í álfunni. Svo
kólnaði aftur og jöklarnir jukust og lögðu ýms héru&
aftur í eyði.
Flestar þær leifar, sem fundist hafa eftir Neanderdal-
þjóðina, munu vera frá síðasta hlýviðrisskeiði jökultím-
ans. Þó er talið, að sumir fundirnir séu frá enn eldri
tíma, því að hjá þeim hafa fundist bein af dýrum, er
lifðu hér í Evrópu snemma á jökultímanum. I enn eldri
lögum (frá miocen- og pliocentímanum) hafa fundist ó-
lögulegar tinnuflísar hér í álfu (Eolítar); halda sumir
fræðimenn að það séu vopn eða áhöld eftir menn, en
það er alveg ósannað að svo sé.
Alt er enn í þoku um uppruna Neanderdal-þjóðflokks-
ins. Sumir hafa getið þess til, að hann hafi verið að-
fluttur, en aðrir ætla, að hann hafi verið upprunninn hér
í álfunni, við framþróun ófullkominna eldri ættliða, er
hér hafi lifað á tertiertímabilinu.
Aurignac-kynþátturinn.
Þeir komu tímarnir, að Neanderdal-þjóðin var ekki eira