Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 20

Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 20
148 HNÍFAKAUP [EIMREIÐIN honum í vasa minn. Svo hélt eg áfram að fara fyrir kindurnar, en þungt var mér í skapi. þegar eg kom heim, var kominn kveldverðartími. Mamma var að skamta svið. Eg settist á rúmið mitt. Þangað færði hún mér diskinn minn, en eg byrjaði ekki strax að borða. Eg kveið fyrir að taka upp hnífskriflið. Mamma tók eftir því og sá að bandið við hníflnn var horfið. »Þú ert þó ekki búinn að týna hnífnum þinum, dreng- ur minn?« »Ne-ei«, svaraði eg ósköp hægt og lágt, en samt heyrði hún það. . »Því ferðu þá ekki að borða? — Er þér nokkuð ilt, góði minn?« »Ne-e-ei« — og nú dró eg það enn þá lengur á eftir mér. En með hægð laumaðist eg ofan í vasa minn og tók upp hrífuskaftshnifinn, en reyndi af fremsta megni að hylja alt skaftið í lófanum, því það fanst mér þó á- takanlegra en blaðið, þótt ljótt væri. Eg ætlaði að reyna að skera mér munnbita — nösina af sviðakjammanum, en það mistókst algerlega. Blaðið lét undir eins undan, svo oddurinn sneri beint upp í loftið þegar eg ýtti á það. »Þetta er ekki þinn hnífur, Jónki. Hvaða endemiskuti er þetta, sem þú brúkar, barnið mitt?« Eg svaraði engu, en færði fingurna fram á blaðið og hélt því þannig föstu. Með því móti gat eg sargað bita upp í mig. En nú sá mamma skaftið á honum. Hún tók hnifinn af mér, leit á hann og spurði nokkuð byrst: »Hvar er þinn hnífur, Jónki, og hver á þennan hníf?« »Eg á hann«. »En hvar er þinn hnífur?« »Farinn!« »Farinn hvert?« »í hnífakaup«. Mér gekk örðugt að koma upp orð- unum. »Á eg að skilja það svo, að þú hafir fargað þínum hníf fyrir þetta ræksni?« »Óséð«, svaraði eg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.