Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Page 20

Eimreiðin - 01.05.1920, Page 20
148 HNÍFAKAUP [EIMREIÐIN honum í vasa minn. Svo hélt eg áfram að fara fyrir kindurnar, en þungt var mér í skapi. þegar eg kom heim, var kominn kveldverðartími. Mamma var að skamta svið. Eg settist á rúmið mitt. Þangað færði hún mér diskinn minn, en eg byrjaði ekki strax að borða. Eg kveið fyrir að taka upp hnífskriflið. Mamma tók eftir því og sá að bandið við hníflnn var horfið. »Þú ert þó ekki búinn að týna hnífnum þinum, dreng- ur minn?« »Ne-ei«, svaraði eg ósköp hægt og lágt, en samt heyrði hún það. . »Því ferðu þá ekki að borða? — Er þér nokkuð ilt, góði minn?« »Ne-e-ei« — og nú dró eg það enn þá lengur á eftir mér. En með hægð laumaðist eg ofan í vasa minn og tók upp hrífuskaftshnifinn, en reyndi af fremsta megni að hylja alt skaftið í lófanum, því það fanst mér þó á- takanlegra en blaðið, þótt ljótt væri. Eg ætlaði að reyna að skera mér munnbita — nösina af sviðakjammanum, en það mistókst algerlega. Blaðið lét undir eins undan, svo oddurinn sneri beint upp í loftið þegar eg ýtti á það. »Þetta er ekki þinn hnífur, Jónki. Hvaða endemiskuti er þetta, sem þú brúkar, barnið mitt?« Eg svaraði engu, en færði fingurna fram á blaðið og hélt því þannig föstu. Með því móti gat eg sargað bita upp í mig. En nú sá mamma skaftið á honum. Hún tók hnifinn af mér, leit á hann og spurði nokkuð byrst: »Hvar er þinn hnífur, Jónki, og hver á þennan hníf?« »Eg á hann«. »En hvar er þinn hnífur?« »Farinn!« »Farinn hvert?« »í hnífakaup«. Mér gekk örðugt að koma upp orð- unum. »Á eg að skilja það svo, að þú hafir fargað þínum hníf fyrir þetta ræksni?« »Óséð«, svaraði eg.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.