Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Page 6

Eimreiðin - 01.05.1920, Page 6
134 FORFEÐUR MANNKYNSINS [EIMREIÐIN þessara manna. Það er þó talið víst, að vera þessi hafi heyrt til mannkyninu (Homo). Eigi er fullvíst um aldur þessa fundar. Sumir telja hann til síðari hluta tertier- tímabilsins, en aðrir rekja aldur hans til jökultimans. Neanderdal-þjóðflokkurinn. í kalksteinshelli einum í Neanderdal, skamt frá Diissel- dorf á Þýzkalandi, fundust árið 1856 höfuðkúpubrot og fleiri bein úr beinagrind, er mjög voru frábrugðin beinum núlifandi þjóða. Lengi var deilt um bein þessi og þýð- ingu þeirra fyrir sögu mannkynsins. Sumir töldu þau leifar af sérstökum þjóðflokki, er staðið hefði á lægra þroskastigi en núlifandi menn. Aðrir vildu ekkert á fundi þessum byggja, töldu líklegast að beinin væru af van- skapnings-afbrigði og það mál studdi hinn nafnkendi læknir og mannfræðingur Virchow (frb. Firkov), því að hann þóttist finna sjúkleikamerki á beinunum. 30 árum síðar (1885) fundust tvær beinagrindur í helli einum í Belgíu (Spy), er að öllu líktust beinunum frá Neanderdal. Síðan hafa samskonar bein og beinagrindur fundist víða hér í álfu, bæði á Spáni, Frakklandi, Belgíu, Þýzkalandi, Austurríki og Ungverjalandi, einkum í kalksteinshellum neðanjarðar. í hellum þessum hafa menn og dýr leitað sér hælis á jökultímanum og fiutt þangað bráð sina; hafa margar kynslóðir haft þar bækistöðu og borið þar bein sín. Kalkblandað vatn hefir dropið úr hellisloftunum og yfir bein þeirra og varðveitt þau frá eyðingu og hafa þar geymst þykk lög af slíkum dýrabeinum til vorra daga. Er þar margan fróðleik að fmna um dýralífið á jökul- tímanum. í einum slikum helli hjá Krapina (baðstaður í Kroatiu í Ungverjalandi) fundust fyrir 20 árum (1900) 9 beinagrindur af Neanderdal-mönnum á ýmsu aldurs- skeiði. Enginn vafi er á því, að verur þær, er bein þessi áttu, ber að telja til mannkynsins (Homo). En svo hafa menn þessir verið frábrugðnir núlifandi þjóðum, að mannfræð- ingar telja þá sérstaka tegund og nefna þá »Homo primi-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.