Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 17
EEIMREIÐINI
UM ÍSLENSKT VEÐRÁTTUFAR
209
Til þess að leitast við að færa einhverjar sönnur á mál
mitt, heíi eg aflað mér nokkurra upplýsinga um vetrar-
farið í hitt hið fyrra, veturinn 1917—T8, frá fáeinum
stöðum á landinu, og borið saman við fyrri ára skýrslur
Yeðurfræðisstofnunarinnar í Kaupmannahöfn frá sömu
stöðum, á nokkrum mismunandi vetrum: ísavetrum og
islausum, en einkum veturinn 1880—’81. Hefir þá komið
t Ijós, að veturinn hefir orðið í heild í betra lagi meðal-
vetar, að fráskildum janúarmánuði, sem var með afbrigð-
um frostamikill. Eg geng hér einungis út frá hitastiginu.
Víðtækari rannsóknir hefðu orðið alt of umfangsmiklar.
Enda gefur hitamagnið ætíð góða hugmynd um vetrar-
farið, þó fleira komi til greina í hagfræðilegu tilliti.
Enda þótt langar skýrslur og skrár séu ætíð þurrar og
þreytandi, eru þær þó oft nauðsynlegar til þess að geta
fengið réttan samanburð. Fyrir því leyfi eg mér að birta
hér skýrslu yfir hitastig þriggja janúarmánaða frá þremur
stöðum á landinu. Eru þessar skrár að því leyti fróðleg-
ar, að út úr þeim má nokkurn veginn finna hitabregting-
U