Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 25
EIMREIÐIN]
BJARTAR N.ETUR
217
Hvert dægurok á braut sig býr,
er bergi’ eg þetta gamla vín.
Nú breytist alt í æfintýr
og æskublóminn vitjar mín.
í glöðum nautnum guð eg finn,
þær göfga mig í lengd og bráð;
eg tek þeim glaður, maður minn,
því mér er augljós drottins náð.
Eg þekki margan galla-grip,
sem getur aldrei hlotnast ró
og ber því jafnan súran svip,
en segist trúa’ á drottin þó,
er smækkar lífsins smæsta bál
og smánar alt, sem glæðir það.
Eg gæti drukkið drottins skál
og drukkið hana’ á vígðum stað.
Nú líður óðum langt á nótt,
nú lykur svefninn flestra brá.
Og blærinn sjálfur blundar rótt,
það bærist ekki nokkurt strá.
Og sólin blessuð sígur rjóð,
hún síðla gengur hvílu til;
hún stráði um loftið gullnri glóð.
Hún gyllir snemma bæjarþil.
Eg vaki enn, og vornótt heit
mig vefur hlýtt í faðminn sinn.
Á meðan blundar svefnþung sveit
eg sæki yngsta hestinn minn.
Á hann skal verða hætt og treyst,
eg hnakkinn minn á folann legg.
Og Rauður minn, eg ríð þér geyst,
uns roðar sólin fjallsins egg.