Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 14
206
UM ÍSLENSKT VEÐRÁTTUFAR
[EIMIiEIÐIN
vestur, en oft eru þau fleiri en eitt á ferðinni í senn og
valda þá mikilli óreglu og truflun á veðráttufarinu, bæði
á vindstöðu, hita og úrkomu.
Þó að lágþrýsti það, sem fyr var nefnt yfir norður-
Atlantshafi, finnist með útreikningi loftvogar á löngum
timabilum, má engan veginn ætla, að loftvogin sé jafnan
lægri f}rrir sunnan ísland en norðan það; slíkt væri mik-
ill misskilningur. Lág- og háþrýsti lofts færast alla vega
til yfir lög og láð, líkt og öldur á sjó. En lágþrýstisvæðin
eru venjulega hvikulli og valda tiðast hinu breytilega
veðurlagi. Háþrýstin eru aftur á móti stöðugri; fylgja
þeim meiri stillur og langviðri. Lofthvirfingarnir eru mjög
breytilegir að lögun og útbreiðslu; þeir geta verið hring-
myndaðir, aflangir og alla vega bugðóttir og afarmisstórir.
Loftsveipir þessir eða loftöldur flytjast alla vega yfir lönd
og höf og breyta sífelt lögun. Mismunur hita og kulda
og ýmislegir staðhættir: höf, lönd og hnattstaða sveigja
þá og beygja á allan hátt, kipra þá saman og þenja þá
út, breyta stefnu þeirra, hækka þá og lækka o. s. frv. —
þess nær sem öldutoppur er öldulægð og þess meiri
mismunur sem þar verður á loftvoginni, þess meiri verða
veðrabrigðin, en þess flatara sem lofthafið er, þ. e. þess
minni mismunur sem er á loftvoginni á stóru svæði, þess
jafnara og kyrrara er veðrið. Loftöldurnar geta náð yfir
geysistór flæmi, mörg þúsund kílómetra, verið hundrað
sinnum víðáttumeiri en alt ísland og þær geta Iíka verið
margfalt minni en það. Ölduhryggur — maxím — getur
t. d. verið uppi við íslandsstrendur, en öldulægð suður
á Bretlandseyjum eða Þýskalandi. Öldulægð getur einnig
verið yfir íslandi, en toppurinn yfir Færeyjum eða Norð-
ursjónum og næstu öldulægðir austur á Rússlandi og vest-
ur í Baffinsflóa eða suður á Spáni. þessar breytingar eru
óaflátanlegar. Víðátta og hæð eða dýpt þessara loftbylgja
er mæld með loftvoginni, samtímis á rnörgum stöðum
og tilkynt samstundis, ásamt átt og magni vindsins, út-
liti lofts og hitastigi. Eftir þessum athugunum eru veður-
farsuppdrættir gerðir.