Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 43
ElMIiEIÐIN"]
UTAN ÚR HEIMI
235
stjörnum. Aldrei hefir þekkingarþjrstur maður teygað
meir ómælt ódáinsdrykk náttúrunnar. — Svo beindi hann
sjónaukanum að Satúrnusi. Og hvað sá hann? Hann
skýrir sjálfur frá reynslu sinni með sjónaukann í riti,
•sem hann kallaði »Boð frá stjörnunum«. Og um Satúrnus
segir hann: »Eg sé stjörnu þessa þrefalda. Eg sé sinn
hnöttinn hvoru megin við aðalplánetuna. Peir eru eins og
þjónar, er leiða og styðja Satúrnus gamla á ferðalaginu
umhverfis sólina og víkja aldrei frá hlið hans«. Galíleí
hafði hér rekist á hringa Satúrnusar, þó að honum kæmu
þeir í fyrstunni ekki svo fyrir sjónir. En hvernig tóku
menn þessari uppgötvun? Ekki með öðru en háði og
spotti. Gaiíleí hafði sjálfur sagt það, að væri sjónaukinn
ækki góður, mundi Satúrnus ekki greinast sundur í þessa
þrjá hnetti, heldur sjmast eins og éinn, aflangur hnöttur,
-og svona fór það. Stjörnufræðingarnir sáu ekki þessa tvo
»þjóna« Satúrnusar, og sökuðu Galíleí um ýkjur.
Og nú kemur það, sem hrapallegast var við þetta alt.
f*að var árið 1610, er Galíleí gerði fyrst þessa uppgötvun
sína um Satúrnus. En þá stóð einmitt svo á, að hring-
arnir voru búnir að ná mestu breidd sinni, eins og þeir
sjást frá jörðunni, og voru nú teknir að mjókka aftur,
svo að í stað þess að geta sannfært aðra, fór Galíleí sjálf-
ur að sjá þá æ lakar og lakar, og að tveim árum liðnum
voru þeir horfnir honum með öllu!
Vér getum ímyndað oss hæðnishlátur andstæðinganna
og vonbrigði Galíleís. Sagan segir, að hann hafi í bræði
sinni svarið þess dýran eið, að beina sjónauka sínum
aldrei framar að öðrum eins svikara og Satúrnusi!
En hringarnir voru nú fundnir, og þeir skiluðu sér
aftur á sínum tíma, og nú gat enginn efast lengur um
þennan glæsilega skartgrip Satúrnusar. Sjónaukunum fór
nú fram, og brátt komust menn betur og betur að raun
um lögun þessa, sem Galíleí hafði sýnst vera tveir hnettir.
Það var Hollendingurinn nafnkendi, Huj'gens (sá er fyrst-
ur fann upp klukku með hengli), sem f}rrst lýsti hring-
unum rétt, og leysti með því þetta mikla vandamál um
hreytingarnar, sem urðu á útliti þeirra: Hringarnir voru