Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 33
EIMRKIÐIN]
KRÍLOF
225
þann og yfirgang, sem afskiftalaus og sljó yfirvöld láta
óafvitandi við gangast.
Eiriusinni var fíll nokkur gerður að landsstjóra yfir
víðáttumiklu skógarflæmi. Sjálfur hafði hann ekki gert
flugu mein, en hann vantaði alveg skarpskygni til að sjá
þá kúgun og ójöfnuð, er aðrir höfðu í frammi.
Nú fara honum að berast kvartanir yfir því að úlfarnir
ætli bókstaflega að flá veslings sauðkindurnar lifandi.
DÞorpararnir ykkar«, segir hann þá við úlfana, »hver
hefir leyft ykkur að hafa slíka ásælni í frammi?« Úlf-
urinn svaraði: »það voruð þér, landstjóri góður, sem
leyfðuð okkur að taka ullarlagð af sauðunum okkur til
skjóls í vetrarhörkunum, en þá fara þessir aumingjar að
veina og kveina. Okkur dettur auðvitað ekki í hug að
taka nema eitt reifi af hverjum þeirra, en þennan lagð
láta þeir ekki öðru vísi en með eftirtölum og mótmæl-
um«. »Jæja«, mælti fíllinn; »þið verðið að fara hægt og
með lempni; ranglæti eða ójöfnuð líð eg ekki í nokkurri
mynd; eitt reifi af hverjum er ykkur leyfilegt að taka, en
ekki nokkurn lagð umfram«. —
7.
Gróðafíknin og auðsgræðgin er efnið í dæmisögunni um
fátæka ríka manninn.
Einu sinni var betlari nokkur að virða fyrir sér kosta-
kjör auðmannanna, og öll þau gæði, er þeir gætu veitt
sér og notið; var ekki laust við að hann með sjálfum
sér skopaðist að slíkum mönnum, er altaf væru að safna,
en létu lífið líða án þess að njóta á nokkurn hátt auðs-
ins. »Eg er hræddur um að eg færi einhvern veginn öðru
vísi að«, sagði hann við sjálfan sig, »ef eg hefði nóga
peninga«. —
Rétt i þessu vék að honum ókunnur maður, er stakk
að honum peningapyngju. »Hvenær sem þú stingur hend-
inni í buddu þessa«, mælti hann, »mun þar verða fyrir
þér gullpeningur; jafnskjótt og einn er tekinn er annar
kominn í hans stað; þú verður því ekki lengi að fylla
vasana. Buddu þessa vil eg gefa þér, en sú kvöð fylgir,
15