Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 56
248
TÖFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR
1EIMREIÐIN
En um árið 1560 byrja býsnin fyrst fyrir alvöru. Ka-
þólskir og mótmælendur keptu hvorir við aðra í galdra-
ofsóknum. Prestarnir prédikuðu það og alt logaði i galdra-
málum. í Strassborgarbiskupsdæmi voru á árunum 1615—
1635 brendar 5000 galdrakonur. í Bamberg og Wúrzburg
enn þá fleiri og svona um alt Þýskaland. í Niðurlöndun-
um byrjuðu galdraofsóknirnar árið 1555. A Spáni, hinu
gamla heimkynni rannsóknar-dómstólanna, geysuðu of-
sóknirnar harðast árið 1507. Á Englandi byrjuðu ofsókn-
irnar á dögum Hinriks VI. (1422—1461) og voru lengi vel
pólitískt vopn í höndum konganna. Verstar voru þær á
dögum Cromwells. Frakkland var fyrsta rikið sem hóf
galdraofsóknir (á 14. öld). Þar greip menn ótti og skelf-
ing við menn, sem breyttust í úlfa fyrir galdur, seint á
16. öldinni. í Svíþjóð byrja galdraofsóknir fyrst eftir þrjá-
tiuára stríðið og kynnin af Þjóðverjum. Þær stóðu þar
mjög skamma stund, h. u. b. 10 ár, en voru þá líka því
geystari. í Danmörku geysuðu galdraofsóknir lengi. Jafn-
vel til Norður-Ameríku komust galdraofsóknir, og geysuðu
með heift nokkur ár.
Fjarskalega viðtækar galdrabókmentir mynduðust, bæði
með, og þegar á líður, einnig á móti göldrum. Er óhugs-
andi hér að nefna nokkuð af því, enda óþarft.
Þrír menn eru það þó, sem rituðu móti galdratrúnni,
sem nefna verður. Er þar fyrst Friedrick von Spee, sá
sem áður var nefndur. Hann var þó meira eins og hróp-
andans rödd í eyðimörku, innan um galdratrúna.
Balthasar Bekker, mótmælendaprestur í Amsterdam, er
sá, sem gaf galdratrúnni stærsta sárið (ý 1698). Hann
ritaði bók, sem á þýsku var kölluð »Die bezauberte
Welt«. Hún kom út í 4000 eintökum á tveim mánuðum,
og var þýdd á fjölda tungumála. Hann neitar öllum göldr-
um, og jafnvel tilveru djöfulsins. Meira en 200 bækur
voru ritaðar með og móti.
Þriðji maðurinn er Christian Thomasius, prófessor í
Halle. Hann var lögfræðingur, og trúði mjög á rit Carp-
zows. 1694 stóð hann fyrir pyndingu og brennu galdra-
konu. En svo fór hann að lesa rit mótstöðumannanna,