Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 56

Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 56
248 TÖFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR 1EIMREIÐIN En um árið 1560 byrja býsnin fyrst fyrir alvöru. Ka- þólskir og mótmælendur keptu hvorir við aðra í galdra- ofsóknum. Prestarnir prédikuðu það og alt logaði i galdra- málum. í Strassborgarbiskupsdæmi voru á árunum 1615— 1635 brendar 5000 galdrakonur. í Bamberg og Wúrzburg enn þá fleiri og svona um alt Þýskaland. í Niðurlöndun- um byrjuðu galdraofsóknirnar árið 1555. A Spáni, hinu gamla heimkynni rannsóknar-dómstólanna, geysuðu of- sóknirnar harðast árið 1507. Á Englandi byrjuðu ofsókn- irnar á dögum Hinriks VI. (1422—1461) og voru lengi vel pólitískt vopn í höndum konganna. Verstar voru þær á dögum Cromwells. Frakkland var fyrsta rikið sem hóf galdraofsóknir (á 14. öld). Þar greip menn ótti og skelf- ing við menn, sem breyttust í úlfa fyrir galdur, seint á 16. öldinni. í Svíþjóð byrja galdraofsóknir fyrst eftir þrjá- tiuára stríðið og kynnin af Þjóðverjum. Þær stóðu þar mjög skamma stund, h. u. b. 10 ár, en voru þá líka því geystari. í Danmörku geysuðu galdraofsóknir lengi. Jafn- vel til Norður-Ameríku komust galdraofsóknir, og geysuðu með heift nokkur ár. Fjarskalega viðtækar galdrabókmentir mynduðust, bæði með, og þegar á líður, einnig á móti göldrum. Er óhugs- andi hér að nefna nokkuð af því, enda óþarft. Þrír menn eru það þó, sem rituðu móti galdratrúnni, sem nefna verður. Er þar fyrst Friedrick von Spee, sá sem áður var nefndur. Hann var þó meira eins og hróp- andans rödd í eyðimörku, innan um galdratrúna. Balthasar Bekker, mótmælendaprestur í Amsterdam, er sá, sem gaf galdratrúnni stærsta sárið (ý 1698). Hann ritaði bók, sem á þýsku var kölluð »Die bezauberte Welt«. Hún kom út í 4000 eintökum á tveim mánuðum, og var þýdd á fjölda tungumála. Hann neitar öllum göldr- um, og jafnvel tilveru djöfulsins. Meira en 200 bækur voru ritaðar með og móti. Þriðji maðurinn er Christian Thomasius, prófessor í Halle. Hann var lögfræðingur, og trúði mjög á rit Carp- zows. 1694 stóð hann fyrir pyndingu og brennu galdra- konu. En svo fór hann að lesa rit mótstöðumannanna,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.