Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 47
EIMREIÐINi TÖFRATRIJ OG GALDRAOFSÓKNIR
239
komið á, og munum vér síðar athuga, hvað Carpzow
segir um það.
Sú1) sem pínd var, var fyrst afklædd og lögð á pínu-
bekkinn. Þar var hún svo bundin rammlega föst með
snærum. Venjulega var svo byrjað með »þumalskrúfunni«.
Það voru járnklípur. sem skrúfaðar voru utan um þum-
alfingurna, þar til hold og bein malaðist saman og blóð-
ið spýttist út.
Dygði það ekki, væri konan »forhert« og neitaði að
meðganga, var hún klædd í »Spánversku stígvélin«. Þau
voru venjulega svo löguð, að járnplötur voru lagðar utan
um fótlegginn og skrúfaðar saman, líkt og »þumalskrúf-
an«. Voru það óbærilegar kvalir. Stundum voru smá-
gaddar innan á plötunum. Til þess að gera kvalirnar enn
átakanlegri, var oft barið með hamri utan á plöturnar.
Önnur tegund af spánverskum stígvélum var þannig, að
fótunum var troðið niður í járnhólka og glóandi biki svo
rent í hólkana.
Þá var »teyging« og »lyfting« notuð. Höndurnar voru
bundnar á bak aftur með sterku snæri. Frá höndunum
lá svo snærið yfir hjól í rjáfrinu. Var svo tekið í snærið
og þeim sem pyndaður var, lyft ofurhægt upp undir hjól-
ið og niður aftur á víxl. Þetta var oft gert afarlengi, jafn
vel tímum saman. Oft voru lóð hengd í fæturna til þess
að auka kvalirnar. Stundum voru konur látnar hanga
þannig meðan böðlarnir fóru heim til sín til snæðings,
til þess að gefa þeim góðan tíma til sinnaskifta! Þó þóttu
þessar helvísku kvalir oft ekki nógar, heldur var sjóðandi
biki auk þess slett á bera líkamina, eða þá að logandi
Ijósi var haldið undir iljunum, eða smá-tréflísar reknar
undir neglurnar.
»Naglaborðið« var eitt verkfærið. Konan var þá lögð
nakin á borð, sem útbúið var með beittum nöglum, bund-
in þar og látin liggja þar til naglarnir stóðu í beini. Al-
1) Hcr verður talað um konur, því að þær voru svo miklu fleiri, sem pind-
ar voru til sagna um galdra, en karlmenn.