Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 53

Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 53
eimreiðin) TÖFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR 245 Aðalbreytingin var sú, að meiri regla varð á réttartar- inu, og málin voru ekki keyrð af á jafn agalegum stutt- um tíma og áður. Pyndingaraðferðin í sakamálum er eitt af því djöful- legasta, sem mannlegur andi hefir getið af sér. Ekki að eins sú dýrslega grimd, sem kemur þar fram, heldur einn- ig heimskan, vitfirringin, að beita slíkri aðferð, og neyða með því jafnt saklausa sem seka til að játa, og rugla með því alla réttvísi. Pað er margsannað og sýnt, að einmitt pyndingarnar eigi sökina á því, hve mjög galdratrúin útbreiddist og magnaðist. Réttarsalurinn varð að nokkurskonar skóla í galdrakúnstum. Konur, sem ekkert höfðu um slíkt hugs- að eða vitað fengu þar fullkomna kenslu í því. Þá urðu og pyndingarnar til þess, eins og áður er nefnt, að fá fleiri og fleiri ákærða. Og loks þetta, að flólkið heyrði og vissi að allur þessi sægur, sem enginn mundi hafa trúað að væru göldróttir, játuðu, meðgengu. Hvað áttu menn þá að halda? Var ekki næsta eðlilegt, að galdratrúin gripi svona um sig, að menn færu að gruna alla, og jafnvel sjálfan hinn heiiaga föður um galdra?1) Auðvitað er sist fyrir það að synja, að einstaka mann- eskja kunni að hafa verið sek um galdra, þ. e. tilraunir í þátt, að komast i samband við kölska, og gera með því skaða. Sumar konur voru meira að segja sannfærðar um að þær hefðu flogið til Blocksfjalls. En það hefir auðvitað verið í draumi, og eru ýmsar sögur til, er sanna það. En það var ekki hætta á því, að svo skynsamlegri aðferð væri beitt við rannsókn galdramála, að athuga slíkt. Pað var fyrst gert þegar galdratrúin var að hverfa, og afleiðingin varð auðvitað sú, að menn sáu því Ijósar, hvilík heimska þetta var alt. En það var nú fyrst seinna. Galdrakonur, sem sjálfar héldu að þær væru sekar, voru svo auðvitað miklu ístöðuminni, þegar pyndingum var beitt gegn þeim. Dómari einn ítalskur fann ágætt ráð til þess, að gera 3) Bæöi Alexander VI. og Jóhannes XX. og ef til vill íleiri páfar höfðu á sér galdraorð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.