Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 42
234
UTAN ÚR HEIMI
(EIMREIÐIN
er 24 tíma að snúast hring hvern. Enn þá gífurlegri verð-
ur þó vitanlega hraðinn á ystu rönd hringanna, er þeir
fylgja hnettinum á þessari snúningshreyíingu. Hringarnir
eru dálítð skáhallir við braut jarðarinnar, og ber því
mjög misjafnlega á þeim eftir því, hvernig afstaða hnatt-
anna er hvors til annars. Þegar hallinn er mestur, sést
talsvert mikið á hliðar þeirra, og má þá jafnvel greina
þá með berum augum, en þegar ekki sér nema á rönd
þeirra, hverfa þeir svo að segja, því að þeir mega heita
næfurþunnir í samanburði við útþenslu þeirra á hinn
veginn.
2. mynd.
Það var þetta, sem varð þess valdandi, að erfitt ætlaði
að verða, að sannfæra menn um tilveiu hringanna fyrst
í stað.
Galileo Galilei, einhver hinn ágætasti visindamaður,
ítalskur að ætt og uppruna, hafði komið sér upp sjón-
auka. Hann var nú að visu ekki stór né merkilegur við
hliðina á sjónaukabáknum þeim, er síðan hafa verið not-
uð, en á þeim tíma var hann eitthvert það dásamlegasta
furðuverk, einskonar lykill að leyndardómum himindjúps-
ins. Þetta var nokkru eftir aldamótin 1600. Galilei beindi
nú sjónaukanum út í geiminn, og sá dásamlega hluti,
sem ekkert mannlegt auga hafði fyr litið. Hann sá hring-
fjöllin í tunglinu. Hann sá 4 tungl á sveimi kringum
plánetuna Júppíter. Hann sá hvernig slæðuband vetrar-
brautarinnar greiddist sundur í takmarkalausan sæg af