Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 59
EIMREIÐINl
FRESKO
251
fara heim. Þar með var að engu gert alt það, sem eg
hafði áunnið með dugnaði mínum og herkænsku.
Hún er nú að láta málarann gera mynd af sér, og
hvað sem annars býr undir öllu þessu, þá er það víst,
að hrifning hans fyrir henni ætlar þar að verða upp-
spretta að verulegu meistaraverki. Þessi piltur er annars
undur friður og prúðmannlegur, og svipur hans minnir
mig á einhvern, en eg man ekki hvern. Esmée gerði alt
sem hún gat til þess að mega leiða hann fram fyrir
prinsinn og tókst það. En eg gæti best trúað, að hún
gerði það til þess að erta Tabby gömlu. Það er aldrei
hægt að vita, hvað býr undir því, sem Esmée gerir. Hún
þekkir lífið og mennina út í æsar, og það má eiga það
nokkurn veginn víst, að hún gerir ekkert út í bláinn.
Þó sýnist hún reyndar stundum alt í einu fara að snúast
eins og vindhani.
Enginn vafi leikur á því, að ítalinn tilbiður hana. Síð-
ast þegar eg var hérna, sýndist mér hann hafa yfirhönd-
ina, en nú er hún víst búin að ná völdunum. Eg held að
hún sé aðeins að íeika sér með hann, og er það leitt
hans vegna. En hvað getum við? Esmée er ekkert lamb.
Ef þér hefðuð sent þennan asna með heiðursmerkinu og
því öllu, þá hefði betur farið. Hún segist ætla að fara til
Cannes í næsta mánuði, og hefir gefið skipun um að hafa
»Glaucus« tilbúinn. Varla fer hún að taka málarann með
sér? Ekkjufrúin Cairnwrath segir, að við, þér og eg, eig-
um alla sökina á þessu. En mér er ekki alveg Ijóst,
hvernig eg get átt sök á þessu. En meðal annara orða,
ef nú svo skyldi fara, að við þyrftum að eiga eitthvað
meira saman við þennan mann að sælda, þá ættuð þér
að grenslast eftir því, af hvaða ættum hann er og annað
slíkt«.
Hr. Hollys, Róm, til Llandudno lávarðar, Milton Ernest:
»Kæri Llany! Það er ekki eftir neinu að grenslast.
Hann hefir engar dulur dregið á uppruna sinn. Hann er
sonur stúlku í Fontanella, og afi hans var það sem kall-
að er »bullero«, það er: hann var nautahirðir. Presturinn
í Fontanella elskar hann mikið, en er honum annars ó-