Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 50
242
TÖFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR ieimreiðin
inn eftir að búið var að raka, og kveikja í. Það er yfir-
leitt ómögulegt að lýsa þvi öllu. Bækur um þetta efni hafa
jafnan meira og minna sitt hver, og sýnir það hve nám-
an er ótæmandi. Og þó eru heimildirnar fyrir þessu ó-
yggjandi, ekki neinar þjóðsögur eða kerlingabækur, held-
ur dómsmálabækurnar sjálfar.
Hér skal sett eitt galdramál, af því að það sýnir vel
hvernig galdramálin æxluðust hvert af öðru. Það fór fram
í Trier 1572.
Eva nokkur, frá Keen var sökuð um það, að hun hefði
lagst með djöflinum. Hún átti að vera göldrótt og hafði
galdrað Hans nokkurn »græna« svo, að hann logaði af ást
til hennar (en hún var gift). Hún svaraði að hún hefði
enga hugmynd um galdra. Hún hafði einu sinni gefið
Hans þessum hring. Hann hafði áður lofað að giftast
henni. Lengra var prófið ekki í það sinn, og henni var
varpað í fangelsi.
Sama dag um kvöldið er hún leidd fram fyrir amt-
manninn, ákærandann og tvo meðdómsmenn. Hún kvaðst
enga galdra kunna. Böðlarnir þrifu hana þá og bundu
hana á pínubekkinn.
Henni féll allur ketill í eld, og játaði hvað, sem vera
vildi. Og til þess að koma sem fyrst úr hinum óbærilegu
kvölum, nefndi hún aðrar konur, sem hefðu kent henni.
Nú var hert á kvölunum. Hún hrópar þá, að ef hún
sé látin laus skuli hún játa alt. Hún sé göldrótt.
Þegar hún var orðin laus sagði hún amtmanninum, að
kona, að nafni Barbara, hafi leitt sig til myrkrahöfð-
ingjans. Hafi hún þar svarið sig frá guði og sýnt djöflin-
um fulla þjónustu, með þessum orðum: »Eg segi mig frá
guði til djöfulsins og er nú hans eigin eign«. Hún játaði
líka að hún hefði nokkrum sinnum verið á leynifundum
með þeim vonda. Hún hefði oft verið með Barböru i því
að galdra menn og skepnur. Sunnudaginn næstan fyrir
hvítasunnu hafi hún hjálpað til að gera haglél. Oft hefði
hún verið með í galdrakvenna-dansleikjum. Svo nefndi
hún tvo menn, sem hefðu spilað á ílautur við þá dans-
leiki. Alt þetta gerði hún af hræðslu við kvalirnar. Alls