Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 41
EIMREIÐIN]
233
Utan úr heimi.
Hringar Satúrnusar.
í sólkerfi voru eru ýms fyrirbrigði, sem valdið hafa
mönnunum mikilla heilabrota. Menn deila um það, hvort
plánetan Marz sé bygð skynsemi gæddum verum eða
ekki, hvort »skurðirnir« þar séu »handaverk« einhverra
snillinga, er þar búi, eða séu aðeins náttúrufyrirbrigði eða
ef til vill að miklu leyti sjónhverfing, og svo margt fleira.
1. mynd.
Eitt af þessum vandasömu viðfangsefnum er hringar
Satúrnusar.
Satúrnus er að þessu leyti frábrugðinn hinum reiki-
stjörnunum í sólkerfinu, að honum fylgja ekki aðeins
tungl, heldur Iika þessir einkennilegu og stórfenglegu
hringar, sem hann er girtur eins og fádæma megingjörð-
um.
Satúrnus rennur skeið sitt umhverfis sólina í hér um
bil tífalt meiri fjarlægð en jörðin, og kemst þá leið á
29V2 ári. Hann hverfist um möndul sinn einn hring á
101/* klukkutímum, og er það afskapleg ferð þegar þess
er gætt, að hann er 760 sinnum stærri en jörðin, en hún