Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 15

Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 15
ElMUEIÐINl UM ÍSLENSKT VEÐRÁTTUFAR 207 Veðurathug- í menningarlöndunum, meðfram ströndum unarstöðvar. þeirra Qg á höfunum, þar sem því verður við komið, er búið að reisa mörg hundruð, jafnvel þúsundir veðurathugunarstöðva,1 * 3) sem hafa sterkar gætur á öllum veðrabrigðum, enda koma óveður þar sjaldan, nú orðið, alveg á óvart. Athugunarstaðirnir eru svo þéttir, og alt er á svipstundu tilkynt á þá staði, sem mest ríður á, áð- ur en veðrið kemur þar. Þessar stofnanir eru orðnar ein- hver allra sterkasti menningar- og hagfræðisþáttur at- vinnuveganna: allrar farmensku, landbúnaðar og iðnaðar. Veðurfræðin grípur alstaðar inn í daglega lífið. Þetta er alvarleg bending til vor íslendinga, sem erum nú að taka þessar athuganir í vorar hendur, landi og lýð til nytja og framfara, um að vanda þessar stofnanir sem allra best. Frá ómunatíð hefir veðrinu verið ljTst með frásögn — orðum —, en þegar jTms verkfæri voru tekin í þjónustu veðurathugana, er allskonar veðráttufar tilkynt með töl- um og merkjum. Er það miklu fyrirferðarminna og gleggra á ýmsan hátt. Þó getur umsögn verið nauðsynleg til skýr- inga. Hin fullkomnasta lýsing veðráttunnar eru veðurfars- uppdrcettir; þeir eru gerðir yfir ait veðráttufar: hilastig, vinda, úrlcomu, loftþunga, raka lofts, skýjamagn o. fl. Upp- drætti þessa má gera yfir einn sérstakan stað; þeir geta einnig náð yfir héruð, lönd og jafnvel allan hnöttinn. Þeir geta sýnt veðráttuna á hverri stund sem er, og þeir geta náð yfir stærri tímabil: daga, mánuði, ár og jafnvel aldir. Veðurfarsuppdrættir eru því einkar hentugir til að gera glögga grein fyrir hinum erfiða samanburði á veðráttufari héraða, bæði samtímis og á mismunandi tímabilum. Tveir vetur, því miður geta þessar veðurfarshugleiðingar 1880 81 og orðið nema á víð og dreif — í molum. Bæði er það, að tíminn er óhentugur til langra ritstarfa og plássið, sem mér er ætlað, mjög takmarkað, enda ekki tilgangurinn að rita neina veðurfræði. En úr 1) í Danmörku einni, sem er þrisvar sinnum minni en Island, eru nú um 160 stærri og minni veðuratliugunarstöðvar. Auk ljölda stöðva, sem einungis fást við sjóeðlisrannsóknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.