Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 3
EIMREIÐIN)
Þegar konur fyrirgefa —
195
í stað þess að biðja hana um að lesa Scbopenbauer,
þaut eg beina leið niður í skóarabúð og pantaði tvær
tylftir af aukabælum á allan minn skófatnað, tvær tylftir
af hælum utanvert og innanvert. En nefið gafst ég upp
við. Því þessir háu hælar breyttu að vísu stöðu nefs míns
í rúminu, en lögun þess ekki vitund.
Enginn eiginleiki hefir náð algerri fullkomnun fyr en
hann felur í sér andstæður sjálfs sín líka. Þessi fullkomn-
un bafði hreinskilni Lillie náð. Því voru engar skorður
settar, sem hún gat látið sér detta í hug að segja af ó-
sannindum. Hún hleypti á girðingar allra líkinda. Öll
bennar frásögn moraði af skemtilegum, ginnandi drísil-
djöflum ónákvæmni og ýkna. Skemtilegum og ginnandi
fyrir hana — en, hamingjan veit, ekki fyrir mig.
Það var þessi stefna, er hugmyndaflug hennar tók, sem
olli fyrstu misklíð okkar:
Það er naumast í frásögur færandi, svo smávægilegt
var tilefnið. Það var sumarið eftir að við giftumst. Lillie
var farin upp í Caskhill-fjöll, þar sem foreldrar hennar áttu
landsetur, en eg varð eftir í New York til að sjá um út-
gáfu á síðustu bók minni. Undir eins og síðasta örkin
var komin úr prentvélinni, Iét eg hefta inn fyrsta eintakið
og sendi henni það upp í fjöllin, eins og hún hafði beðið
mig um. Tveim dögum siðar fæ eg elskulegt bréf frá
Lillie. Um bókina skrifaði hún: »Hún er guðdómleg. Eg
vakti alla nóttina í nólt og las hana, orði til orðs, spjald-
anna milli«. Eftir fáa tíma var eg sestur inn i Pullman-
vagn og rann á leið til Lillie — þjáður af samviskubiti
út af því, að hafa valdið henni andvöku heila nótt, þó
að það linaði mikið þjáninguna að vita, að ástinni minni
fanst eg hafa skrifað guðdómlega bók.
Hið fyrsta sem eg sá, þegar eg steig inn í svefnherbergi
Lillie, var nýja bókin mín — óuppskorin, að undanskil-
inni hálfri örk fremst og hálfri örk aftast. Nú get eg
svarið við nöfn allra dýrlinga, að þó að eg sé hégóma-
gjarn, sé hróðugur af að vera það, og telji þann eigin-
leika með bestu mannkostum mínum — Þetta veitti hé-
gómagirnd minni engan áverka. Drottinn minnl eg hefi