Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 1
EIMREIÐIN]
193
Þegar konur fyrirgefa —.
Aldrei hefir ástin gert neinn
mann svo tryltan af sælu, svo
sælan af tryllingi, eins og mig árið
sem eg kvæntist Miss Lillie Larkin.
Hvað annað! Háls hennar og herð-
ar voru síðasta kraftaverk skapar-
ans: að gera marmarann lifandi.
Boglinan frá vangabarðinu niður í
þróttmikinn hökubroddinn var eins
og hvítur skuggi af einhverjum
draumi, er sjálfur hlaut að vera
of litbjartur fyrir mannlegt auga.
Og svo augað, já augað. Pað var
eins og mjúkur purpurabrúnn blóðsteinn, greyptur inn í
fullkominn perlumóðurávala. Greypiröndin bar ljómann
af tóledó, þegar henni þótti, af blýdufti, þegar hún hugs-
aði, og gerði augnaráðið hvast eða höfugt. En fegurst af
öllu var hárið, eins og gullrauður kopar, sem geislar
tunglsins svefja litblæinn á. t*að var hárið, sem gerði
gang hennar svo fagran, því hún gekk tignarlegar undir
haddi þess en nokkur drotning uridir kórónu.
Svona var Lillie Larkin, þegar eg kvæntist henni. Hún
var nítján og eg tuttugu og fimm. Eg var rithöfundur og
hafði gefið út þrjár bækur. Við bjuggum í New York,
þar sem bæði vorum fædd.
Eg tignaði konuna mina, eins og konungur mánafjall-
anna tignar sinn mikla krystal. Eg fann óviðjafnanlegan
unað í öllu því sem aðrir mundu hafa lagt henni til lýta.
Hvað hún var töfrandi til dæmis, þegar hún misskildi
hverja skáldlega mynd, sem eg hafði spreytt mig á að
finna upp henni til dýrðar. Eg sagði einn dag við Lillie
rétt fyrir afmælið hennar:
— Veistu hvað eg kalla gang þinn, þegar þú kemur á
móti mér. Hvítagaldur kalla eg gang þinn.
Guðin. Kamban.
13