Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 34

Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 34
226 KRÍLOF [EIMREIÐlíí að ekki máttu eyða einum einasta gullpening fyr en þú hefir losað þig við pyngjuna og kastað henni í ána þarna, Að svo mæltu hvarf hinn ókunni maður. Beiningamað- urinn beið ekki lengi boðanna, en stakk hendinni í budd- una og tók úr henni hvern peninginn á fætur öðrum; en buddunni datt honum auðvitað ekki í hug að kasta frá sér að svo komnu. »Það er ekki oft, sem hnífur minn hefir komið í feitt; það er því best að nota tækifærið og fá sér væna peningahrúgu; í fyrra málið verð eg orðinn rikur maður, og þá fer eg að lifa eins og kongur«. En daginn eftir hafði honum snúist hugur. »Eg er nú orðinn sæmilega efnaður«, sagði hann við sjálfan sig, »en eg held að eg geri nú ekki annað þarfara en að bæta öðru eins við; það er nógu gaman að skildingunum, og ekki get eg talist landeyða meðan eg er við þetta dundur^ Eg fer nú að geta keypt mér hús, hesta og vagn, en ef eg gæti nú safnað svo, að eg gæti keypt mér væna jörð, væri þá ekki heimska að hafna slíku. Jú! eg ætla að eiga budduna einn daginn enn þó eg verði að sveita; það er gott að hugsa til þess að njóta gæðanna síðar. En svo liðu dagar, vikur, mánuðir og ár. Beiningamaðurinn var altaf að safna og safna. Einu sinni var hann kominn með budduna ofan að ánni, en þá gat hann ómögulega fengið af sér að skilja hana við sig; hann sneri því aftur og hélt áfram að safna; alt af meira og meira frá morgni til kvölds. Árin liðu; betlarinn var ekkert orðinn annað en beinagrind, úttaugaður á líkama og sál, en altaf voru skjálfandi hendurnar að seilast í einn gullpeninginn af öðrum; og einn morguninn fanst hann örendur á sama bekknum, sem hann oftast hafði setið á innan um maur- ana sína, og var hann þá að telja níundu millíónina. — 8. í dæmisögunni um kafarana hefir Krílof fyrir augum heilabrot heimspekinga á hans tímum. Einu sinni í fyrndinni var konungur nokkur, er mjög runnu á tvær grímur um það, hvort vísindin væru frem- ur til gagns en ógagns, og hvort mentunin svokallaða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.